Fréttir

Víkingur Heiðar spilar í Hofi

Lesa meira

Ánægja Norðlendinga könnuð

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa sameiginlega að íbúakönnun á Íslandi. Könnunin tekur til þátta varðandi almenna velferð íbúa, ánægju þeirra og framtíðaráform, vinnumarkað og búsetuskilyrði. Er hún hugsuð sem mikilvægt greiningartæki fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra sem sinna byggðamálefnum. Norðurland eystra er nú með í könnuninni í fyrsta sinn en hún nær nú til landsins alls.
Lesa meira

Yngsti prófessor við HA frá upphafi

Lesa meira

Tilvera í lit

Með hverjum deginum styttist í að ég komist á sjötugsaldur. Ég man því tímana tvenna. Ekki er nóg með að ég hafi lifað sjónvarpslausa fimmtudaga og júlímánuði, fyrstu átta ár ævi minnar voru alveg sjónvarpslaus ef frá eru talin örfá skipti þegar ég sá Bonanza í Kananum í heimsóknum fjölskyldunnar til bróður pabba í Keflavík.
Lesa meira

Samþykkt að breyta deiliskipulagi vegna nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri

Lesa meira

Brýnt að bregðast við auknu atvinnuleysi í Norðurþingi

Árið 2014 lokaði Vinnumálastofnun starfsstöð sinni á Húsavík þar sem stofnunin taldi ekki lengur þörf á sérstakri skráningarskrifstofu í sveitarfélaginu. Nú eru horfur í atvinnumálum með þeim hætti að atvinnuleysi er að aukast umtalsvert í sveitarfélaginu og því vaxandi þörf fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Mótmæla harðlega stefnu bæjaryfirvalda að „gjörbreyta bæjarmynd Akureyrar"

Um 1.700 einstaklingar hafa skráð sig í Facebook-hóp undir nafninu „Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri.“ Þar er fyrirhugðum háhýsabyggðum á Oddeyrinni mótmælt harðlega. Skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur lagt til að auglýstar verði breytingar á aðalskipulagi Akureyrar sem nær yfir nýtt íbúðasvæði á Oddeyri.
Lesa meira

„Fegurðin er mæld í kótelettum“

Aðalsteinn Árni Baldursson er líklega best þekktur sem verkalýðsforingi enda verið formaður Framsýnar stéttarfélags lengur en margar kyn slóðir muna. Aðalsteinn sem oftast gengur undir nafninu Kúti í nær samfélaginu, og við höldum okkur við það í þessum texta; er einnig gangnaforingi í Húsavíkurrétt eða fjallkóngur eins og það er gjarnan kallað. Þá er Kúti formaður fjáreigendafélags Húsavíkur og hefur gegnt því embætti lengst af frá stofnun þess 16. júlí 1983. Ég heimsótti Kúta fyrir skemmstu og ræddi við hann um merkileg tímamót og hvernig tímarnir hafa formað þennan mikla áhuga bónda sem að eigin sögn ræktar besta féð á Húsavík og það þótt víðar væri leitað. Kúti verður sextugur á þessu ári en það eru ekki einu tímamót hans á árinu því um síðustu helgi var réttað í Húsavíkurrétt og tók þessi stolti fjárbóndi þá þátt í göngum í fimmtugasta sinn. Þegar Kúti var að verða 10 ára byrjaði hann að ganga á fjall eftir fé með föður sínum sem var áhugabóndi á Húsavík ásamt mörgum fleirum. „Þetta var sérstakur söfnuður sem átti kindur á þessum tíma enda var þetta líka hluti af lífsbaráttu þessara tíma. Menn voru að vinna fulla vinnu en áttu líka kindur til að brauðfæða fjölskyldur sínar,“ segir Kúti og bætir við að hann hafi strax drukkið í sig þennan áhuga á sauðfjárbúskap föður síns. „Frá þessum tíma, 1970 til dagsins í dag hef ég farið í göngur á hverju einasta ári. Hér áður fyrr voru oft settar upp þrennar göngur á haustin. Aðal göngur og síðan eftirleitir. Síðan hefur þetta breyst með tímanum í einar stórar göngur og síðan fara menn á bílum og gjarna með hunda í eftirleitir og handsama fé hér og þar og alls staðar. Svo nú í seinni tíð hefur áhugi á göngum aukist mikið. Þetta er orðið mikið sport og mikið af gestum og jafnvel erlent ferðafólk hefur verið að taka þátt í göngum með okkur.“ Göngum í ár var flýtt vegna veðurs, þær áttu að fara fram 12. september en fóru fram nú á laugardaginn 5. september. Göngurnar fóru fram með talsvert breyttu sniði í ár vegna títt um ræddrar kórónuveiru. En aðgengi utanaðkomandi var bannað og samneyti gangnamanna var takmarkað. „Auðvitað verð ég að virða þessar takmarkanir en það hefði verið gaman að halda upp á þessi tíma mót og bjóða upp á veitingar og annað slíkt, en það bíður bara betri tíma,“ útskýrir Kúti.
Lesa meira

Aukið fjármagn fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Félagsmálaráðuneytið samþykkti að við fengjum þessa upphæð til þess að auka virkni og vellíðan barna í sumar sem eru í viðkvæmri stöðu. Félags og barnamálaráðherra stóð fyrir því að þetta yrði gert,“ segir Hróðný Lund, félagsmálastjóri Norðurþings í samtali við Vikublaðið.
Lesa meira

Ernir fjölgar ferðum til Húsavíkur

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga aftur flugferðum til Húsavíkur.
Lesa meira

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir ráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli.

Kjörnefnd kaus sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar. Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Sólveig Halla ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.
Lesa meira

Vilja skaffa unglingum aðstöðu til hljómsveitaræfinga

Á fundi sínum þann 25. maí sl. fól fjölskylduráð Norðurþings íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og útfæra hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík samkvæmt tillögu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Nú hefur sú kostnaðaráætlun verið lögð fram til kynningar og hefur ráðið fjallað um hana og hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík. „Ráðinu líst vel á einhverskonar rekstur á slíku hljómsveitarstarfi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslufulltrúa að vera í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur um frekari útfærslur á hugmyndinni, húsnæði og kostnaðarskiptingu,“ segir í bókun fjölskylduráðs. Í samtali við Vikublaðið segir Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur að málið snúist um aðstöðu fyrir nemendur sem eru að læra á popp-hljóðfæri eða svo kölluð rythmísk hljóðfæri til að koma saman og æfa sig.
Lesa meira

Lægsta tilboði tekið í nýtt aðstöðuhús Nökkva

Opnun tilboða í uppsetningu nýs aðstöðuhúss fyrir siglingaklúbbinn Nökkva fór fram 10. ágúst síðast liðinn. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 190 milljónir króna og bárust tvö tilboð sem bæði voru yfir kostnaðaráætlun.
Lesa meira

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa

Lesa meira

Skert þjónusta blasir við og gæti komið til uppsagna

Rekstur Akureyrarbæjar er þungur en halli á aðalsjóðs bæjarins var áætlaður um einn milljarður króna en núna stefnir í að hallinn verði langleiðina í þrjá milljarða króna. Að mati Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra þarf að skoða allan rekstur bæjarins og ljóst að skera þarf niður í þjónustu til að rétta reksturinn af. „Það er ljóst að við þurfum að rifa seglin til að mæta þeirri djúpu efnahagslægð sem kemur í kjölfar heimsfaraldursins en það verður að sjálfsögðu ekki gert á einu ári. Við horfum til þess að rekstur sveitarfélagsins komist aftur á réttan kjöl innan fimm ára,“ segir Ásthildur í samtali við Vikublaðið. Spurð um skerðingu á þjónustu segir Ásthildur sjónum verði fyrst og fremst beint að þeirri þjónustu sem er valkvæð og sveitarfélaginu er ekki skylt að veita.
Lesa meira

Áhyggjumál að störf séu að hverfa frá Akureyri

Á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í síðustu viku voru umræður um atvinnumál í bæjarfélaginu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir áhyggjum af þeim störfum sem eru að hverfa úr bænum og nefna t.d lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakarís. Þá hafa einnig verið flutt störf suður frá KEA hótelum og Þjóðskrá. „Vissulega hefur maður áhyggjur af atvinnumálum bæði vegna áhrifa af Covid og þegar maður sér stór fyrirtæki flytjast héðan á höfðuborgarsvæðið,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vikublaðið. Hún segir mikilvægt að þegar fyrirtæki flytji héðan eða leggjist af að skoða hvort það sé eitthvað sem bæjaryfirvöld hefðu getað unnið að til þess að halda þessum fyrirtækjum.
Lesa meira

Tina Turner og fleiri á Græna hattinum um helgina

Lesa meira

Faraldurinn komið verst niður á Hafnarsjóði

Það er ekkert launungamál að heimsfaraldurinn sem nú geysar hefur valdið umtalsverðu efnahagslegu tjóni ekki síst hjá hinu opinbera. Frá Norðurþingi fengust þær upplýsingar að óvissa sé enn töluverð og endanlegt fjárhagslegt tjón sveitarfélagsins liggi ekki fyrir fyrr en faraldrinum ljúki og þær atvinnugreinar og einstök fyrirtæki hafa náð sér aftur á strik. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og starfsemi PCC á Bakka.
Lesa meira

Ný íbúabyggð rís á Akureyri

Allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð“

Bruggverksmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Húsavík öl eru meðal brugghúsanna sem skrifuðu undir áskorun til ráðherra um að heimila smábrugghúsum beina sölu á framleiðslu sinni . Þorsteinn Snævar Benediktsson, bruggmeistari og eigandi Húsavík öl segir í samtali við Vikublaðið að hann harmi að frumvarpið hafi ekki orðið að lögum þegar dómsmálaráðherra lagði það fram í vor enda sé um gríðarlegt hagsmunamál fyrir lítil handverks brugghús að ræða.
Lesa meira

Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið í samstarf

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, skrifuðu nýverið undir samkomulag um stóraukið samstarf menningarstofnananna tveggja.
Lesa meira

Ráðist á 8 ára dreng á Akureyri

Lögreglan segir málið á frumstigi og það sé litið alvarlegum augum. Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt.
Lesa meira

Óskar eftir nefndarfundi vegna lokunar fangelsisins á Akureyri

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, telur að það sé ólíðandi að slík ákvörðun sé tekin án umræðu á Alþingi.
Lesa meira

Framkvæmdir við flughlað á Akureyrarflugvelli að hefjast

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia,segir í svari við fyrirspurn blaðsins að vonandi verði hægt að bjóða byggingu flugstöðvarinnar út í febrúar á næsta ári.
Lesa meira

Sex stöðugildi bætast við og mætt vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar

Meðal aðgerða til eflingar almennri löggæslu á Akureyri og nágrenni er að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra verður nú þegar styrkt um fjórar stöður lögreglumanna til að sinna almennri löggæslu í umdæminu. Um er að ræða styrkingu sem nemur um 60 m.kr. á ári.
Lesa meira

Fangelsinu á Akureyri verður lokað

Fangelsinu á Akureyri verður lokað í næstu viku. Gestur Ragnar Davíðsson, varðstjóri í fangelsinu á Akureyri, staðfestir í samtali við Rúv að fangelsinu verði lokað þann 15. september.
Lesa meira