Fréttir
31.10.2020
Í fréttinni er komið inn á málefni Kísiliðjunnar í Mývatnssveit en starfsemi hennar lagðist af árið 2004 eftir að hafa framleitt kísilgúr frá árinu 1967. Einnig er komið inn á virkjunarmál í Þingeyjarsýslu en saga stóriðju og virkjana í Þingeyjarsýslu er orðin löng og er enn verið að rita miðað við nýjustu fréttir um frekari uppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Lesa meira
Fréttir
31.10.2020
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal. Sr. Sólveig Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004 og hóf störf hjá Akureyrarkirkju um sumarið sama ár þar sem hún sinnti æskulýðsmálum. Hún var svo vígð sem safnaðar- og skólaprestur við Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagði því starfi svo lausu fimm árum síðar. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Páli Tryggvasyni, og nýfæddri dóttur, að Þverá í Reykjahverfi Þingeyjarsýslu þar sem þau hófu fjárbúskap. Sólveig Halla segist ekki hafa mikið svigrúm í dag fyrir sérstök áhugamál vegna anna en segist hina fullkomnu helgi vera samvera með fólkinu sínu í sumarhúsi fjölskyldunar. „Utan vinnu er best í heimi að njóta samverunnar með fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum, lesa góðar bækur, skáldsögur eða um andleg/trúarleg málefni eða tengt fjölskyldufræðum. Góður göngutúr er líka frábær andleg hleðsla en telst tæplega áhugamál....
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
Á síðustu vikum hefur byggðarráð Norðurþings verið upplýst um áhuga félagsins Carbon Iceland ehf. til uppbyggingar svokallaðs lofthreinsivers innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Er verinu ætlað að hreinsa koltvísýring beint úr andrúmsloftinu, til áframframleiðslu. Norðurþing hefur til umráða 90-100 hektara lands innan skipulags iðnaðarsvæðis á Bakka, ætlað til frekari uppbyggingar vistvæns iðnaðar.
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
Viðbrögð við Covid-smitum í skólum Akureyrarbæjar voru til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs.
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
60 rafhlaupahjól verða til leigu-Umhverfisvænn og ódýr ferðamáti
Lesa meira
Fréttir
29.10.2020
Í gærmorgun undirrituðu þau Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar undir samstarfsyfirlýsingu á milli Norðurþings og Landsvirkjunar vegna greiningar á möguleikum þess að þróa iðnaðarsvæðið á Bakka sem vistvænan iðngarð (e. eco-industrial park) ásamt greiningu á möguleikum ólíkra iðngreina til að styðja við frekari uppbyggingu orkuháðrar atvinnustarfsemi á svæðinu samkvæmt markmiðum sveitarfélagsins.
Lesa meira
Fréttir
29.10.2020
„Staðan er ekki góð,“ segir Hermann Karlsson, hjá aðgerðastjórn Almannavarna á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is. Fjórtán ný smit voru greind á svæðinu í gær og tengjast tveimur atburðum, samkvæmi og jarðarför. Ný smit á Norðurlandi eystra eru ekki inni í tölum á covid.is í dag fyrir Norðurland eystra þar sem ekki var hægt að fljúga með sýnin suður í gærkvöldi vegna veðurs og því ekið með þau suður. Alls eru 230 í sóttkví.
Lesa meira
Fréttir
29.10.2020
Vikublaðið kemur út í dag og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
Fréttir
29.10.2020
Fjögur 17 ára ungmenni voru flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri í nótt eftir bílveltu, mbl.is greindi frá. Bíllinn fór út af skammt frá skotsvæðinu í Hlíðarfjalli og valt þrjár veltur eftir að ökumaður missti stjórn á honum í beygju. Slysið varð skömmu fyrir eitt í nótt að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki er talið að meiðsl ungmennanna séu alvarleg.
Lesa meira
Fréttir
28.10.2020
Jón Hjaltason sagnfræðingur segir sögu Káins í nýútkominni bók sinni: Fæddur til að fækka tárum – Káinn – Ævi og ljóð. Bókin er 370 síður og segir Jón sögu þessa fyrsta og eina kímniskálds Íslendinga, „sem ódrukkinn var þurr á manninn en hreifur allra manna glaðværastur,“ segir Jón en bætir við:
„Það kemur því skemmtilega á óvart þegar rennur upp fyrir manni að Káinn bjó helming ævinnar við algert áfengisbann, nefnilega í Norður-Dakóta, þar sem hann var vinnumaður Önnu Geir og seinna sonar hennar til æviloka, Kristjáns Geir. Bannið braut hann vitaskuld margoft enda sagði hann sjálfur:
Lesa meira
Fréttir
28.10.2020
Starfsfólk sjúkrahússins er í startholunum ef fólk veikist alvarlega á svæðinu.
Lesa meira
Fréttir
28.10.2020
Mikil aukning í sóttkví og fjölgar þeim um 65 á milli daga
Lesa meira
Fréttir
28.10.2020
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir stuðningi við samruna Norðlenska og Kjarnafæðis.
Lesa meira
Fréttir
28.10.2020
"Eitt kvöldið í vor þegar farið var að dimma og við gömlu hjónin ætluðum að fara að sofa, höfðum smellt nátthúfunum á silfurgráa kollana og gervitennurnar svömluðu í vatnsglösunum á náttborðunum, kallaði eiginkonan í mig af efri hæðinni og fullyrti að slökkviliðsmenn væru uppi á þaki Icelandair-hótelsins." Svavar Alfreð Jónsson ritar Bakþanka
Lesa meira
Fréttir
27.10.2020
Starfsmaður í frístund í Síðuskóla á Akureyri hefur greinst með Covid-19.
Lesa meira
Fréttir
27.10.2020
Lesa meira
Fréttir
27.10.2020
Lesa meira
Fréttir
27.10.2020
Lesa meira
Fréttir
27.10.2020
Lesa meira
Fréttir
26.10.2020
Um þessar mundir er töluvert fjallað um nauðsyn þess að Akureyri breytist úr bæ í borg enda fátt snautlegra en að vera bara bæjarbúi þegar færi gefst á að kenna sig við borg.
Lesa meira
Fréttir
26.10.2020
Lesa meira
Fréttir
26.10.2020
Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Á löngum starfsferli hefur hún nánast eingöngu starfað við leiklist á einn eða annan hátt.Hún hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1964 og var í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA árið 1973. Nokkrum árum síðar fór hún til starfa hjá öðrum leikhúsum sunnan heiða. Hún hefur komið við sögu hjá flestum miðlum sem sinna leiklist. Hún á að baki tugi hlutverka hjá LA, LR, Þjóðleikhúsinu, sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum. Meðal hlutverka sem hún hefur leikið má nefna kvenhlutverkin í BarPari í Borgarleikhúsinu, Dans á rósum í Þjóðleikhúsinu og Gógó í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Saga er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum...
Lesa meira
Fréttir
26.10.2020
Alls brautskráðust 30 nemendur frá Háskólanum á Akureyri þann 15. október sl. Brautskráning frá HA fer almennt fram í júní á ári hverju en þess utan stendur stúdentum til boða að brautskrást í febrúar eða október án hátíðar.
Lesa meira
Fréttir
25.10.2020
Þar sem mestallt íþróttalíf liggur niðri vegna samkomutakmarkana dustum við rykið af dálknum Íþróttamaður vikunnar og nú er það Oddur Gretarsson handboltamaður sem situr fyrir svörum. Hann var nýlega valinn í landsliðið á nýjan leik en hann spilaði síðast með liðinu á EM í Serbíu árið 2012. Oddur spilar með HBW Balingen-Weilstettan í Þýskalandi en lék með Akureyri Handboltafélagi um árabil áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Oddur er Íþróttamaður vikunnar og svarar hér nokkrum..
Lesa meira
Fréttir
24.10.2020
Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðar hafið. Svo æxluðust hlutirnir þannig að Vilhjálmur endaði sem Brasilíubúi. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um líf hans í Suður-Ameríku. „Eftir margra ára íþróttakennslu við Menntaskólann á Akureyri tókst mér að ofbjóða svo hnjánum við kennsluna að þau voru orðin mjög illa farin af slitgigt og bólgum. Algengasta ráðið til að lina bólgur er hitameðferð þannig að öll sumur að loknu vetrarstarfi í MA, og eftir að ég hætti íþróttakennslunni, sóttist ég eftir að komast í hita erlendis og þá gjarna við Miðjarðarhafið,“ segir Vilhjálmur þegar ég spyr hann um aðdragandann að því að flytja til Brasilíu. „En í einu slíku „hitaferðalagi¨ lá leiðin mín hinsvegar til Karabísku-eyjunnar Kúbu. Þar hitti ég brasilíska dömu sem bauð mér að koma og heimsækja sig til niður til Brasilíu. Ég lét ekki ganga lengi á eftir mér og strax næsta vetur skellti ég mér þangað. Mér leið svo vel í hitanum að ég ákvað að flytja til þangað eins fljótt og kostur væri.“
Lesa meira