210 börn hefja nám í 1. bekk

Brekkuskóli er fjölmennasti grunnskóli Akureyrarbæjar.
Brekkuskóli er fjölmennasti grunnskóli Akureyrarbæjar.

Um 210 börn hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar í dag. Verður það fámennasti árgangurinn í grunnskólunum á skólaárinu og er þetta fækkun um 30 nemendur á milli skólaára, samkvæmt upplýsingum blaðsins.

Alls eru 2.662 nemendur í grunnskólum Akureyrar í vetur. Fjölmennustu skólarnir eru Brekkuskóli með alls 503 nemendur, Lundarskóli með 456 nemendur og Giljaskóli með 413 nemendur.

 Í Hríseyjarskóla eru 14 nemendur sem er svipaður fjöldi og síðasta vetur. Ekkert skólahald verður hins vegar í Grímsey.

 


Athugasemdir

Nýjast