Fréttir
29.09.2020
Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri má nú ekki fara til höfuðborgarsvæðisins, sem núna er skilgreint sem rautt svæði, nema brýna nauðsyn beri til.
Lesa meira
Fréttir
29.09.2020
„Það var mjög skemmtilegt verkefni að skrá þessa sögu enda er hún í senn áhugaverð og óvenjuleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókarinnar Á Ytri-Á sem kom út á dögunum. Þungamiðjan í þessari nýju bók er saga hjónanna Sigurbjörns Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur á Ytri-Á á Kleifum við vestanverðan Ólafsfjörð og tuttugu barna þeirra sem þau eignuðust á 28 árum, frá 1917 til 1945. Sextán barnanna komust til fullorðinsára, fjögur dóu í æsku. Finnur og Mundína létust á níunda áratug síðustu aldar. Átta af sextán börnum þeirra sem komust til fullorðinsára eru á lífi.
Á Ytri-Á er yfirgripsmikil saga þar sem varpað er ljósi frá ýmsum hliðum – í gleði og sorg - á hið daglega líf stórfjölskyldunnar á Ytri-Á. Kleifarnar, Ólafsfjörður, Hvanndalir og Héðinsfjörður koma líka við sögu, óvænt flugferð Finns til Kaupmannahafnar og margt fleira. „Eins og nærri má geta er þetta yfirgripsmikil saga sem ég hef unnið að með ýmsu öðru undanfarin ár. Mér er til efs að þess séu önnur dæmi á tuttugustu öld að hjón hafi eignast tuttugu börn. Ég leitaðist við að varpa ljósi á hvernig það yfirleitt var hægt að koma upp þessum stóra hópi barna. Slíkt væri óhugsandi í dag enda hafa orðið gríðarlegar samfélagsbreytingar á öllum sviðum,“ segir Óskar
Lesa meira
Fréttir
28.09.2020
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar nú leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðvar, en erfiða fjárhagsstöðu félagsins má rekja til efnahagslegra áhrifa Covid-19. Þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir sér stjórn félagsins ekki fram á að standa af sér áframhaldandi efnahagslega óvissu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.
Lesa meira
Fréttir
28.09.2020
Hrönn Björgvinsdóttir rýnir í sviðslistaverkið Tæring sem er í sýningu á Hælinu, setri um sögu Berklanna.
Lesa meira
Fréttir
28.09.2020
Fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra vegna kórónuveirusmits og fjölgar þeim eitt frá því í gær.
Lesa meira
Fréttir
28.09.2020
Áralöng hefð er fyrir því að Norðursigling bjóði nemendum á unglingastigi Borgarhólsskóla í haustsiglingu á Skjálfandaflóa. Slík ferð var farin á dögunum þegar um 100 nemendur og kennarar sameinuðust í bátana Bjössa Sör og Náttfara og sigldu um flóann, skoðuðu hnúfubaka og tóku svo land í Flatey.
Lesa meira
Fréttir
28.09.2020
Gunnar Rafn Jónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verkvals ehf. af föður sínum Jóni Björnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi eða í rúma þrjá áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Lesa meira
Fréttir
28.09.2020
Blóðskilunarteymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hlaut hvatningarverðlaun sjúkrahússins fyrir árið 2019
Lesa meira
Fréttir
27.09.2020
Framan af ævinni var ég ansi kjarklítil. Ég var þögul og feimin, svolítið inní mér.
Sem betur fer með aldri og auknum þroska, sjálfsrækt og æfingu fór ég að öðlast kjark. Ég fór að þora að hafa rödd og leyfa henni að heyrast.
Lesa meira
Fréttir
26.09.2020
Guðný Steingrímsdóttir sneri nýverið aftur til heimahaganna eftir 16 ár í burtu og virtist hin kátasta að vera komin heim þegar blaðamaður Vikublaðsins heyrði í henni á dögunum. Guðný er búin að opna útfararþjónustu sem hún mun sinna sjálf í samstarfi við kirkjuna. Hún útskrifaðist árið 2007 sem félagsráðgjafi og hefur síðan unnið sem slíkur hjá Reykjavíkurborg í hefðbundinni félagsþjónustu og síðast liðin 9 ár hefur hún verið á Landspítalanum, bæði á krabbameinsdeild og síðan á geðdeildunum. „Þar liggur mín reynsla sem ég á von á að muni nýtast vel í útfararþjónustunni,“ segir Guðný sem starfar einnig á Hvammi, heimili aldraðra samhliða útfararþjónustunni.
Lesa meira
Fréttir
26.09.2020
„Ég er ein þeirra sem elskar að næra annað fólk. Að setja ást og athygli í hráefni sem eru stútfull af næringu er tíma vel varið!,“ segir Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir sem er matgæðingur vikunnar. „Þar sem ég vinn við að aðstoða fólk við að bæta heilsuna hef ég margoft séð hversu mikil áhrif gott mataræði hefur á bæði líkamlega og andlega heilsu. Það hef ég ekki hvað síst fundið á eigin skinni og vanda því valið þegar kemur að mat. Góðgæti og gúmmelaði þarf t.d. ekki að vera ruslfæði, þvert á móti. Við getum auðveldlega gert vel við okkur og notið góðs af því á sama tíma! Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef...
Lesa meira
Fréttir
25.09.2020
Eins og kom fram í umfjöllun í Vikublaði síðustu viku hefur hús Orkuveitu Húsvíkur að Vallholtsvegi 3, Orkuhúsið svo kallaða verið notað síðan í sumar sem frístundarhús fyrir börn með fatlanir. Jafnframt hefur í húsinu verið starfrækt skammtímavistun fyrir sama hóp barna, þar sem börnin gista ásamt starfsfólki um helgar. Síðast var gist í húsinu 11-13 september sl., í óþökk slökkviliðsstjóra. Nú hefur slökkviliðsstjóri Norðurþings tekið húsið út með tilliti til brunavarna og er heimilt að í húsinu séu allt að 40 einstaklingar í einu. „Að því gefnu að hlutirnir séu með eðlilegum hætti. Þessar reiknireglur eru þannig að það er reiknað á einstakling út frá ónýttu gólfplássi, þ.e.a.s. húsbúnaður og innréttingar eru dregnar frá. Viðmiðið er tveir fermetrar á einstakling,“ útskýrir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í samtali við Vikublaðið.
Lesa meira
Fréttir
25.09.2020
Þegar ég tók fyrst sæti í bæjarstjórn á Akureyri árið 2010 kom mér skemmtilega á óvart hversu mikla samvinnu bæjarfulltrúar höfðu sín á milli og hversu mikla virðingu þeir sýndu skoðunum hvers annars. Það var einhvern veginn á skjön við þá mynd sem hafði verið dregin upp af störfum pólitískt kjörinna fulltrúa í fjölmiðlum.
Lesa meira
Fréttir
24.09.2020
„Það er von okkar að með því að vinna saman að því að finna bestu lausnir og útfærslur muni bæjarbúar finna sem allra minnst fyrir hagræðingaraðgerðum en sem allra mest fyrir þeim umbótum sem framundan eru,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar í samtali við Vikublaðið. Kynnt var sú ákvörðun í vikunni að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Bæjarstjórnin hefur gert með sér samstarfssáttmála um hvaða aðgerða verða gripið til. Spurð um hvernig bæjaryfirvöld ætli að útfæra einstakar aðgerðir segir Halla Björk....
Lesa meira
Fréttir
24.09.2020
Lesa meira
Fréttir
24.09.2020
Lesa meira
Fréttir
24.09.2020
Húsavíkurstofa kynnir nýtt app sem er afrakstur sumarverkefnis háskólanema á vegum Þekkingarnets Þingeyinga í sumar. Nú er hægt að nálgast Visit Húsavík smáforritið fyrir Android og iOS stýrikerfi. Smáforritið gefur íbúum og ferðamönnum möguleika á því að vera með „Húsavík í vasanum,“ seins og segir í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira
Fréttir
23.09.2020
Lesa meira
Fréttir
23.09.2020
Lesa meira
Fréttir
23.09.2020
Stjórn Akureyrarstofu mun ekki halda áfram viðræðum um tilboðið sem hefur mögulega búsetu sem forsendu í Sigurhæðum þar sem komið hefur í ljós að ráðast þarf í miklar viðgerðir á húsinu.
Lesa meira
Fréttir
22.09.2020
Lesa meira
Fréttir
22.09.2020
Lesa meira
Fréttir
22.09.2020
Lesa meira
Fréttir
22.09.2020
Haustið er mín uppáhaldsárstíð, í það minnsta hér á Akureyri.
Lesa meira
Fréttir
21.09.2020
„September er tíminn, ekki satt? Tíminn fyrir nýjar áskorarnir, rútínu, skóla, námskeið og hollari mat. Ég er akkúrat ein af þeim sem eru með fullt af markmiðum fyrir haustið en rétta mataræði og lífstill er sú fyrsti,“ segir Vaiva Straukaite sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég er grafískur hönnuður og eigandi litlu hönnunarstofunnar Studio Vast sem ég er smátt og smátt að byggja upp. Ég vil láta drauminn minn rætast, skapa mér atvinnu í því sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir og vinnunni fylgir yfirleitt mikil hamingja. Á móti upplifi ég stress og kvíða og því er mikilvægt fyrir mig að passa uppá venjur og sækjast í það sem hjálpar mér að halda góðu jafnvægi. Ég kem frá Litháen þar sem ég lærði að elda frá 8 ára aldri og eldamennska....
Lesa meira
Fréttir
21.09.2020
Lesa meira
Fréttir
21.09.2020
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst. Samtals sögðu 76% aðspurðra að það væri líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra myndi lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Þó hefur þeim fjölgað sem segjast óvissir um hvort fyrirtækið verði opið næstu 12 mánuði, en það fór úr 8% í 18%. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að ferðasumarið á Norðurlandi hafi gengið vonum framar en óvissa sé með veturinn...
Lesa meira