„Eins og rósirnar séu farnar að springa út“

Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gientle Giants hvalaferða. Mynd/aðsend
Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gientle Giants hvalaferða. Mynd/aðsend

Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum. Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast