Veita ekki frekari upplýsingar að svo stöddu vegna slyssins í hoppukastalanum

Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Mynd/mþþ
Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Mynd/mþþ

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn á slysi sem varð í hoppukastala við Skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí sé í fullum gangi og að málið sé yfirgripsmikið 

„Vegna fjölda fyrirspurna fjölmiðla um rannsókn lögreglu á slysi sem varð í hoppukastala við Skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí er því komið á framfæri að rannsókn málsins er í fullum gangi og fyrirséð að málið er yfirgripsmikið. Lögregla mun ekki veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan barnsins sem flutt var á landspítala eftir slysið,“ segir í tilkynningunni.


Athugasemdir

Nýjast