Wathnehúsið bíður þess að óbreyttu að grotna niður

Mynd MÞÞ:

Þorsteinn E. Arnórsson við Wathnehúsið sem verið hefur á safnasvæðinu í tæpa tvo áratug…
Mynd MÞÞ: Þorsteinn E. Arnórsson við Wathnehúsið sem verið hefur á safnasvæðinu í tæpa tvo áratugi án rafmagns og hita og ekki á sökkli. Húsið hefur sterka skírskotun til atvinnusögu Akureyrarbæjar allar götur frá árinu 1895 þegar það var byggt sem síldartökuhús.

 

Magga Haus


 

-Draumur að nýta húsið undir muni sem tengjast báta- og skipasmíði

„Það yrði til mikilla bóta ef við gætum komið húsinu niður á grunn. Í framhaldinu mætti vinna að endurbótum á því í rólegheitum og eftir því sem fjárráð leyfa,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Wathnehúsið svonefnda hefur staðið við Iðnaðarsafnið í nær tvo áratugi án sökkuls, hita og rafmagns. Þess bíður að óbreyttu ekki annað en grotna niður.

Þorsteinn segir að Wathnehúsið eigi sér langa sögu og sterka skírskotun til atvinnulífsins á Akureyri. Otto Wathne lét byggja húsið árið 1895 sem síldartökuhús. Hann varð fyrstur manna til að taka á móti síld sem veiddist allt frá Pollinum við Akureyri og út á Grímseyjarsund og flytja hana með gufuskipum í land. Erfingjar Ottos tóku við húsinu eftir lát hans árið 1898, þeir byggðu við húsið og buðu bæjarbúum að geyma þar matvæli.

Hugmyndin með flutningi að bjarga húsinu frá glötun

Húsið komst í eigu Hafnasjóðs Akureyrar árið 1928 en KEA eignaðist húsið árið 1940 og starfrækti þar skipasmíðastöð sína til ársins 1974 þegar hún var lögð niður. Norðlenska eignaðist Wathnehúsið árið 2000, en það var flutt inn á Krókeyri tveimur árum síðar þegar hlutverki þess á Oddeyri var lokið og það átti ekki heima þar lengur. Fyrst og fremst var hugmyndin með flutningi hússins á Krókeyri sú að bjarga því frá glötun.

Þorsteinn segir að til hafi staðið að nýta Wathnehúsið í þágu Iðnaðarsafnsins, koma þar fyrir munum sem þar ættu heima og væru í takt við sögu þess, m.a. á sviði skipasmíða. Um aldamótin þegar húsið var sett niður í nágrenni við Iðnaðarsafnið voru viðraðar hugmyndir um að útbúa fallegt útisvæði með tjörn framan við húsið þar sem koma mætti fyrir munum sem tengjast báta- og skipasmíði.

Munir í gámum

„Við eigum þennan draum enn, en gerum okkur grein fyrir að alls óvíst er að þessi draumur rætist nokkurn tíma. Á meðan staða Iðnaðarsafnsins er á þá lund að það hefur ekki efni á að hafa safnstjóra á launum hefur það ekki burði til að ráðast í viðamikil verkefni,“ segir Þorsteinn. Að fá Wathnehúsið inn í starfsemina væri kjörið að hans mati, því plássleysi hrjáir starfsemi safnsins. Fjöldi muna í eigu safnsins eru í geymslu í gámum á útisvæði. „Og ekkert útlit fyrir að við þeir komi fyrir augu almennings á næstunni, plássið sem við höfum til umráða er nýtt út í ystu æsar.“

/MÞÞ

 


Nýjast