Fréttir

Landeldi við Skjálfanda gæti skapað 10-12 störf

Víkurskel ehf. vinnur að því að kanna hagkvæmni þess að byggja upp landeldi á ostrum á Húsavík. Reynslan hefur sýnt að eftirspurn eftir ferskri ostru er mikil bæði hér á landi og erlendis. „Sælkerar heimsins eru margir hverjir sólgnir í ostruna sem hluta af gourmet matarupplifun. Með landeldi er hægt að hafa fulla stjórn á mikilvægum umhverfisþáttum sem ráða miklu um vöxt og gæði ostrunnar eins og vatnshita, seltustigi, sem og magni og samsetningu næringar. Til að tryggja rétta næringu þarf einnig að rækta þörunga í fæðu fyrir ostruna,“ segir Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri í samtali við Vikublaðið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri þar sem mikilvæga sérfræðiþekkingu er að finna. Það á bæði við um ostruræktina sjálfa en ekki síður þekkingu á þeim þörungategundum sem ostran nærist á og vaxtarskilyrði þeirra. Einnig styður SSNE, áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, verkefnið með ýmsum hætti. „Nú er unnið að gerð viðskiptaáætlunar um landeldið ásamt undirbúningi að tilraunaræktun í landi sem stefnt er að því að hefja í september. Tilraunaræktunin mun standa í 4-6 mánuði. Þar verða ostrur ræktaðar mismunandi aðstæður í lokuðum kerfum til að finna bestu vaxtarskilyrðin. Sú reynsla verður svo nýtt sem grundvöllur að þróun landeldis í fullri stærð,“ útskýrir Snæbjörn
Lesa meira

Naust fær upplyftingu

Viðbyggingin er rétt um 160 fermetrar og mun nýtast sem tækjageymsla og búningsklefar fyrir karla og konur. „Við erum að klára fyrsta áfanga en við bíðum eitthvað með að innrétta neðri hæðina þar til við höfum safnað meira fjármagni. Við grófum niður fyrir gólf á neðri hæðina, sjö metra djúpan skurð þannig að þetta er ógnarframkvæmd,“ segir Guðmundur en hann stýrir framkvæmdum.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Bláberjavöfflur og himneskir kleinuhringir

Ég er mikill matgæðingur og elska að borða og útbúa góðan mat,“ segir Sigríður Ýr Unnarsdóttir sem sér um matarhornið þessa vikuna. „Undanfarið hef ég þó verið að halda mig við ansi einfalda matreiðslu þar sem ég er að vinna mikið, hjá Slökkviliðinu á daginn og er með SUP ferðir á kvöldin. Ég borða því mest í vinnunni og nota frekar lausar stundir um helgar til þess að útbúa eitthvað gott með kaffinu. Það kemur til helst af tvennu, bæði því að bakaríis- og kaffihúsaferðum hefur fækkað síðustu misseri sem og því að úrvalið af sætabrauði án dýraafurða er ekki mikið svo það hvetur mann áfram til að búa til sitt eigið gotterí þegar manni langar í eitthvað sætt. Ég hef verið án dýraafurða í nokkur ár og þrátt fyrir að töluverð aukning sé í framboði af vegan matvælum virðumst við sætabrauðsgrísirnir hafa gleymst svolítið. Svo þá er ekkert annað í boði en að útbúa sitt egið sætabrauð. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af tveim af uppáhalds sætindunum mínum, fljótlegum bláberjavöfflum annars vegar og svo himneskum kleinuhringjum. Þessar uppskriftir eiga það báðar sameginlegt að vera vegan en hafa þó slegið í gegn, bæði hjá þeim sem eru vegan og líka þeim sem eru það ekki, svo ég skora á ykkur að gefa þessu séns."
Lesa meira

Margt framundan á Græna hattinum

Lesa meira

Norðanhríð í kortunum næstu daga

Lesa meira

Enginn í einangrun á Norðurlandi eystra

Sjö manns eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar
Lesa meira

Nýr göngustígur meðfram Hörgárbraut

Lesa meira

Kirkjustarf á Húsavík með óhefðbundnu sniði

Lesa meira

Óska eftir 150 milljóna kr. viðauka vegna Lundarskóla

Lesa meira

Reykjahlíðarkirkja hefur fengið bætt aðgengi

Í sumar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í Reykjahlíðarkirkjugarði til að bæta aðgengi fyrir fatlaða og aldraða. Þar hefur Garðvík ehf. unnið að gerð göngustígs um garðinn. Um er að ræða áframhald framkvæmda sem hófust á síðasta ári þegar aðgengi að kirkjudyrum var bætt og hellulögn við kirkjuna lyft til að uppfylla reglugerð um aðgengi fyrir alla.
Lesa meira

Endurnýja umferðarljósin við gatnamót Þingvallastrætis og Skógarlundar

Lesa meira

Sláturtíð í skugga Covid-19

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri fær fjármagn til tækjakaupa

Lesa meira

Velkomnir til starfa grunnskólakennarar

Lesa meira

Hraðamyndavél sett upp við Hörgárbraut

Lesa meira

Söguskilti um hús Öldu í Hrísey

Lesa meira

Sjálfbær framkvæmd

Lesa meira

Sundsumarið gengið vonum framar

Sundlaugarsumarið á Húsavík og raun í sveitarfélaginu öllu hefur verið óvenjulegt í ár og enn einu sinni er verið að rita um áhrif frá illveirunni sem kennd er við kórónu. Þessi saga er þó jákvæðari en vel flestar aðrar kórónusögur.
Lesa meira

Nýr flokksforingi Hjálpræðishersins á Akureyri

Lesa meira

Tvær sýningar opna í Listasafninu á Akureyri

Lesa meira

Dúxaði í virtum hönnunarskóla í Mílanó

Lesa meira

Samgöngusáttmáli

Lesa meira

Atvinnuleysi í Þingeyjarsýslum minna en á landsvísu

Lesa meira

Demantshringurinn formlega opnaður 6. september

Lesa meira

Öryggismál að banna hjólreiðar í Vaðlaheiðargöngum

Lesa meira

Sýnið neikvætt og leikskólinn opnaði í morgun

Lesa meira