Fréttir

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir ráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli.

Kjörnefnd kaus sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar. Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Sólveig Halla ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.
Lesa meira

Vilja skaffa unglingum aðstöðu til hljómsveitaræfinga

Á fundi sínum þann 25. maí sl. fól fjölskylduráð Norðurþings íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og útfæra hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík samkvæmt tillögu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Nú hefur sú kostnaðaráætlun verið lögð fram til kynningar og hefur ráðið fjallað um hana og hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík. „Ráðinu líst vel á einhverskonar rekstur á slíku hljómsveitarstarfi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslufulltrúa að vera í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur um frekari útfærslur á hugmyndinni, húsnæði og kostnaðarskiptingu,“ segir í bókun fjölskylduráðs. Í samtali við Vikublaðið segir Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur að málið snúist um aðstöðu fyrir nemendur sem eru að læra á popp-hljóðfæri eða svo kölluð rythmísk hljóðfæri til að koma saman og æfa sig.
Lesa meira

Lægsta tilboði tekið í nýtt aðstöðuhús Nökkva

Opnun tilboða í uppsetningu nýs aðstöðuhúss fyrir siglingaklúbbinn Nökkva fór fram 10. ágúst síðast liðinn. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 190 milljónir króna og bárust tvö tilboð sem bæði voru yfir kostnaðaráætlun.
Lesa meira

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa

Lesa meira

Skert þjónusta blasir við og gæti komið til uppsagna

Rekstur Akureyrarbæjar er þungur en halli á aðalsjóðs bæjarins var áætlaður um einn milljarður króna en núna stefnir í að hallinn verði langleiðina í þrjá milljarða króna. Að mati Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra þarf að skoða allan rekstur bæjarins og ljóst að skera þarf niður í þjónustu til að rétta reksturinn af. „Það er ljóst að við þurfum að rifa seglin til að mæta þeirri djúpu efnahagslægð sem kemur í kjölfar heimsfaraldursins en það verður að sjálfsögðu ekki gert á einu ári. Við horfum til þess að rekstur sveitarfélagsins komist aftur á réttan kjöl innan fimm ára,“ segir Ásthildur í samtali við Vikublaðið. Spurð um skerðingu á þjónustu segir Ásthildur sjónum verði fyrst og fremst beint að þeirri þjónustu sem er valkvæð og sveitarfélaginu er ekki skylt að veita.
Lesa meira

Áhyggjumál að störf séu að hverfa frá Akureyri

Á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í síðustu viku voru umræður um atvinnumál í bæjarfélaginu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir áhyggjum af þeim störfum sem eru að hverfa úr bænum og nefna t.d lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakarís. Þá hafa einnig verið flutt störf suður frá KEA hótelum og Þjóðskrá. „Vissulega hefur maður áhyggjur af atvinnumálum bæði vegna áhrifa af Covid og þegar maður sér stór fyrirtæki flytjast héðan á höfðuborgarsvæðið,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vikublaðið. Hún segir mikilvægt að þegar fyrirtæki flytji héðan eða leggjist af að skoða hvort það sé eitthvað sem bæjaryfirvöld hefðu getað unnið að til þess að halda þessum fyrirtækjum.
Lesa meira

Tina Turner og fleiri á Græna hattinum um helgina

Lesa meira

Faraldurinn komið verst niður á Hafnarsjóði

Það er ekkert launungamál að heimsfaraldurinn sem nú geysar hefur valdið umtalsverðu efnahagslegu tjóni ekki síst hjá hinu opinbera. Frá Norðurþingi fengust þær upplýsingar að óvissa sé enn töluverð og endanlegt fjárhagslegt tjón sveitarfélagsins liggi ekki fyrir fyrr en faraldrinum ljúki og þær atvinnugreinar og einstök fyrirtæki hafa náð sér aftur á strik. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og starfsemi PCC á Bakka.
Lesa meira

Ný íbúabyggð rís á Akureyri

Allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð“

Bruggverksmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Húsavík öl eru meðal brugghúsanna sem skrifuðu undir áskorun til ráðherra um að heimila smábrugghúsum beina sölu á framleiðslu sinni . Þorsteinn Snævar Benediktsson, bruggmeistari og eigandi Húsavík öl segir í samtali við Vikublaðið að hann harmi að frumvarpið hafi ekki orðið að lögum þegar dómsmálaráðherra lagði það fram í vor enda sé um gríðarlegt hagsmunamál fyrir lítil handverks brugghús að ræða.
Lesa meira

Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið í samstarf

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, skrifuðu nýverið undir samkomulag um stóraukið samstarf menningarstofnananna tveggja.
Lesa meira

Ráðist á 8 ára dreng á Akureyri

Lögreglan segir málið á frumstigi og það sé litið alvarlegum augum. Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt.
Lesa meira

Óskar eftir nefndarfundi vegna lokunar fangelsisins á Akureyri

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, telur að það sé ólíðandi að slík ákvörðun sé tekin án umræðu á Alþingi.
Lesa meira

Framkvæmdir við flughlað á Akureyrarflugvelli að hefjast

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia,segir í svari við fyrirspurn blaðsins að vonandi verði hægt að bjóða byggingu flugstöðvarinnar út í febrúar á næsta ári.
Lesa meira

Sex stöðugildi bætast við og mætt vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar

Meðal aðgerða til eflingar almennri löggæslu á Akureyri og nágrenni er að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra verður nú þegar styrkt um fjórar stöður lögreglumanna til að sinna almennri löggæslu í umdæminu. Um er að ræða styrkingu sem nemur um 60 m.kr. á ári.
Lesa meira

Fangelsinu á Akureyri verður lokað

Fangelsinu á Akureyri verður lokað í næstu viku. Gestur Ragnar Davíðsson, varðstjóri í fangelsinu á Akureyri, staðfestir í samtali við Rúv að fangelsinu verði lokað þann 15. september.
Lesa meira

Stefna að vinnslu á stórþara á Húsavík

Fram hefur komið að að undirbúningur að vinnslu á stórþara úti fyrir Norðurlandi miði vel en að sögn Snæbjörns Sigurðarsonar, eins af forsprökkum verkefnisins, standa vonir til þess að vinnsla geti hafist á haustmánuðum. Stefnt sé að því að sækja 35.000 tonn af stórþara þegar vinnsla er komin í full afköst, þurrka hann með jarðvarma og vinna úr honum alginöt sem er eftirsótt vara í lyfja- og matvælaiðnaði. Stefnt er að fullvinnslu hér á landi. Verkefnið kallar á fjárfestingu upp á rúma tvo milljarða króna.
Lesa meira

„Stór áfangi fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn um í gær, sunnudag þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða.
Lesa meira

Íbúar á Akureyri hafa aldrei verið fleiri

Íbúafjöldi Akureyrarbæjar þann 1. september sl. var 19.156 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands og hafa íbúar sveitarfélagsins aldrei verið fleiri. Íbúum hefur síðustu sex mánuði fjölgað um 165.
Lesa meira

Starfsemi dregist saman á flestum sviðum Sjúkrahússins á Akureyri

Starfsemi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í júní og júlí er nokkuð keimlík fyrra ári en þegar starfsemistölur fyrstu sjö mánuði ársins eru skoðaðar endurspeglast vel þau áhrif sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á hefðbundna starfsemi sjúkrahússins.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Nokkrar hollar og góðar uppskriftir

Sigrún Björg Aradóttir tók áskorun frá Sigríði Ýr Unnarsdóttur í síðasta blaði og hefur umsjón með Matar horni vikunnar. „Ég er tveggja barna móðir, grafískur hönnuður og fyrir tækja eigandi síðan haustið 2014. Ég er að vinna mig tilbaka eftir mjög slæmt vefja gigtar ”kast”. Mér hefur tekist að fara frá því að geta varla gengið nokkra metra eða staðið lengur en 30 sek. vegna verkja yfir í að ganga upp á Súlur, róa um á róðrabrettum og leika mér á fjallahjólum. Svona árangur vinnur maður ekki á einum degi. Þetta er samspil margra þátta bæði líkamlegra og hugrænna en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér,“ segir Sigrún. „Þó er hluti af því að læra að draga úr einkennum vefjagigtar að passa upp á álag og borða hreint mataræði.
Lesa meira

Bjart yfir byggingariðnaði á Húsavík

Atvinnulífið á Húsavík fékk mikinn skell í sumar þegar tilkynnt var um lokun kísilversins á Bakka og ekki mátti atvinnulífið við því nú þegar hrun blasir við ferðaþjónustunni í vetur. Byggingariðnaðurinn er á sama tíma að blómstra en Vikublaðið ræddi við Ragnar Hermannson verkefnastjóra hjá Trésmiðjunni Rein. Mikil uppgrip hafa verið hjá fyrirtækinu undanfarið í tengslum við byggingu á íbúðablokk fyrir 55 ára og eldri að Útgarði en að sögn Ragnars stendur til að afhenda fyrstu íbúðina 15. október næstkomandi. „Það er samkvæmt plani en það verður samt sem áður eftir frágangur að utan og vinna við klæðningu,“ segir hann. Verkefnið er með því stærsta sem fyrirtækið hefur tekið að sér og skapað fjölda manns atvinnu. „Ég myndi skjóta á að við séum búin að vera með 15-18 kalla við blokkina síðan við byrjuðum í maí á síðasta ári,“ segir Ragnar og bætir við að umsvifin við blokkina minnki eitthvað eftir miðjan október en reiknar með 5-6 manns í vinnu við verkefnið þar til yfir líkur, framundir mars.
Lesa meira

Nokkur orð um afmælisþátt Akureyrar á Rás 2

Lesa meira

„Skemmtilegt og spennandi" segir verslunarstjóri H&M

Ný verslun H&M opnaði á Glerártorgi í morgun og er þetta fyrsta verslunin utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunin spannar 2000 fermetra rými. Verslunarstjórinn er Edda Bjarnadóttir og segir hún opnun verslunarrisans hér í bænum vera stóra stund. „Já ég held að það sé óhætt að segja það og við vonum að viðskiptavinir upplifi að með þessu komi eitthvað nýtt til Akureyrar. Við erum að bjóða uppá tísku og gæði á frábæru verði á sjálfbæran hátt og ég trúi því að þetta sé eitthvað sem heimamenn muni meta. H&M snýst líka um að skemmta sér með tísku og líða vel og þessi jákvæði viðburður er vonandi góður fyrir íbúa Norðurlands,“ segir Edda. „Við erum með verulegan fjölda af vörum, mikið úrval af mismunandi deildum og við munum örugglega
Lesa meira

Hvetja til framsýni í barneignum

Lesa meira

Svaðilför á topp Hraundranga

Hjónin Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á Akureyri gerðu sér lítið fyrir og klifu Hraundranga í Öxnadal í síðustu viku undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Alls tók ferðin átta og hálfan klukkutíma. Hraun­drangi er 1.075 m hár og var fyrst klifinn árið 1956. „Maður er ennþá að vinna úr tilfinningunum eftir þessa ferð,“ sagði Sævar þegar Vikublaðið sló á þráðinn til hans tveimur dögum eftir afrekið. „Ég viðurkenni það alveg að ég hef aldrei verið eins hræddur í lífinu og þarna. Kvöldið áður var ég alveg lystarlaus af stressi og íhugaði að hætta við. En Jökull talaði mig til og við héldum okkar striki og sem betur fer, því þetta var alveg magnað.“
Lesa meira