Fréttir

Systur komu færandi hendi í Hvamm

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur afhentu á fimmtudag Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, peningagjöf að upphæð 902.892 krónur. Peningarnir söfnuðust á nytjamarkaði sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.
Lesa meira

Það er gott að búa á Akureyri

Lesa meira

„Niðurgreiðsla á innanlandsflugi mun styrkja landsbyggðina“

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi undir heitinu Loftbrú fyrir fólk með fasta búsetu á landsbyggðinni tók gildi núna í september. Fyrirmyndin er hin svokallaða skoska leið og nemur niðurgreiðslan 40% af fargjaldinu. Skoska leiðin felur í sér heimild fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda sem búa í meira en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni; af tveimur flugleggjum á þessu ári en af sex flugleggjum á því næsta. Undir Loftbrú þetta falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera og alls ná afsláttarkjör til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið er að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, hefur barist lengi fyrir niðurgreiðslu á innanlandsflugi en hann ræddi þetta fyrst í bæjarstjórn Akureyrar á sínum tíma. Í samtali við Vikublaðið segir Njáll Trausti að þetta sé stór áfangi. „Það er erfitt að lýsa..
Lesa meira

Hugmyndir um frumkvöðlasetur í gamla frystihúsinu á Húsavík

Fulltrúar Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ) mættu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum og kynntu hugmyndir um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hugmyndirnar miða að því að auka samstarf stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim fyrir undir sama þaki eins og greint er frá á vef ÞÞ. Þekkingarnetið vinnur nú að þessum málum með hlutaðeigandi stofnunum, þ.m.t. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetri Háskóla Íslands og SSNE. Og standa vonir til þess að í Þingeyjarsýslu verði hægt á næstu misserum að efla verulega starfsemi í atvinnuþróun, rannsóknum og menntunarþjónustu, íbúum og atvinnulífi til góða. Einn þáttur í þessari endurskoðun þekkingargeirans á svæðinu snýst um að stofnsetja og tryggja rekstur í aukna þjónustu við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni um allt hérað. Á þeim grunni er einnig sérstaklega unnið að uppbyggingu öflugs frumkvöðlaseturs á Húsavík, sem mynda muni suðupott atvinnulífs og rannsókna innan um þekkingarstarfsemina. Viðræður standa yfir um nýja húsnæðiskosti til þessarar starfsemi, einkum á Húsavík og í Mývatnssveit.
Lesa meira

Meira til varnar kisunum

Lesa meira

Sjö milljarðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri

Í skýrslu starfshópsins um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja er að finna tillögur að forgangsröðun uppbyggingar næstu 15 árin.
Lesa meira

Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri gekk vel í fyrra

Lesa meira

Er unga fólkið afgangs?

Mat á því hvað er barni fyrir bestu er gjarnan í höndum fullorðinna. Þeir fullorðnu bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni. Þeir sem taka ákvarðanir hafa yfirsýn og framtíðarsýn. Þannig ættum við að gera allt sem er börnum fyrir bestu. Í febrúar árið 2019 var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings: „Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík‟. Tillagan var aftur samþykkt samhljóða í apríl sama ár. Enn var tillagan samþykkt samhljóða í júní það sama ár. Því miður hefur ekkert gerst í þessu máli.
Lesa meira

Viðræður hafnar um vinnslu á stórþara á Húsavík

Húsavík er á góðri leið með að verða miðstöð fyrir umhverfisvæna framleiðslu úr náttúrulegum hráefnum í matvæli, lyf og heilsuvörur sem eftirspurn er eftir á alþjóðlegum mörkuðum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslandsþara ehf. Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri segir í samtali við Vikublaðið að viðræður við fjárfesta standi yfir um að hefja vinnslu á stórþara á Húsavík og að þær gangi vel. Það eru Íslensk verðbréf sem halda utan um viðræðurnar. „Þeir sjá um fjármögnunarhluta verkefnisins og það eru komnir fjárfestar við borðið sem eru að skoða verkefnið en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Íslandsþari er nýtt fyrirtæki sem Íslensk verðbréf stofnuðu til að koma verkefninu af stað. Að sögn Snæbjörns liggur endanlegt eignarhald ekki fyrir en að útlit sé fyrir að það verði að mestu leiti í höndum Íslendinga.
Lesa meira

Frístundastrætó til skoðunar

Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því við vinnuhóp um endurskoðun á leiðakerfi Strætó
Lesa meira

Norðurþing endurfjármagnar gamalt kúlulán

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum að taka óverðtryggt lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu á eldra láni sem tekið var árið 2005. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður byggðarráðs sagði í samtali við Vikublaðið að lánið hafi verið tekið á sínum tíma vegna framkvæmda Hafnarsjóðs við Bökugarð. Lánið var svo kallað kúlulán sem tekið var í evrum. Slík lán voru algeng á árunum fyrir bankahrunið 2008. Endurfjármögnunarlánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 17. september og farið er víðan völl í blaðinu.
Lesa meira

Vilja fleiri stöðugildi hjá lögreglunni

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun dómsmálaráðherra að loka fangelsinu á Akureyri. Fram kemur í bókun bæjarstjórnar að fjölgun um fjögur stöðugildi í lögreglunni nú í kjölfar lokunarinnar sé í raun lágmarksviðbragð til þess að gera lögreglunni kleift að sinna hlutverki sínu.
Lesa meira

Bæjarfulltrúar vilja íbúakosningu um breytingar á Oddeyrinni

Lesa meira

Litir Íslands á sænskri grundu

Lesa meira

Snarpur skjálfti fannst mjög greinilega á Húsavík og Akureyri

„Ég sat á sófanum og og allt í einu var eins og stórvirk vinnuvél hefði keyrt á húsið. Svo hélt húsið áfram að nötra og svo var eins og það kæmi annað stórt högg á húsið. Mér varð verulega bilt við en það hrundi ekkert niður úr hillum,“ sagði einn viðmælandi á Húsavík.
Lesa meira

Störf fyrir hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri

Lesa meira

Víkingur Heiðar spilar í Hofi

Lesa meira

Ánægja Norðlendinga könnuð

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa sameiginlega að íbúakönnun á Íslandi. Könnunin tekur til þátta varðandi almenna velferð íbúa, ánægju þeirra og framtíðaráform, vinnumarkað og búsetuskilyrði. Er hún hugsuð sem mikilvægt greiningartæki fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra sem sinna byggðamálefnum. Norðurland eystra er nú með í könnuninni í fyrsta sinn en hún nær nú til landsins alls.
Lesa meira

Yngsti prófessor við HA frá upphafi

Lesa meira

Tilvera í lit

Með hverjum deginum styttist í að ég komist á sjötugsaldur. Ég man því tímana tvenna. Ekki er nóg með að ég hafi lifað sjónvarpslausa fimmtudaga og júlímánuði, fyrstu átta ár ævi minnar voru alveg sjónvarpslaus ef frá eru talin örfá skipti þegar ég sá Bonanza í Kananum í heimsóknum fjölskyldunnar til bróður pabba í Keflavík.
Lesa meira

Samþykkt að breyta deiliskipulagi vegna nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri

Lesa meira

Brýnt að bregðast við auknu atvinnuleysi í Norðurþingi

Árið 2014 lokaði Vinnumálastofnun starfsstöð sinni á Húsavík þar sem stofnunin taldi ekki lengur þörf á sérstakri skráningarskrifstofu í sveitarfélaginu. Nú eru horfur í atvinnumálum með þeim hætti að atvinnuleysi er að aukast umtalsvert í sveitarfélaginu og því vaxandi þörf fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Mótmæla harðlega stefnu bæjaryfirvalda að „gjörbreyta bæjarmynd Akureyrar"

Um 1.700 einstaklingar hafa skráð sig í Facebook-hóp undir nafninu „Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri.“ Þar er fyrirhugðum háhýsabyggðum á Oddeyrinni mótmælt harðlega. Skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur lagt til að auglýstar verði breytingar á aðalskipulagi Akureyrar sem nær yfir nýtt íbúðasvæði á Oddeyri.
Lesa meira

„Fegurðin er mæld í kótelettum“

Aðalsteinn Árni Baldursson er líklega best þekktur sem verkalýðsforingi enda verið formaður Framsýnar stéttarfélags lengur en margar kyn slóðir muna. Aðalsteinn sem oftast gengur undir nafninu Kúti í nær samfélaginu, og við höldum okkur við það í þessum texta; er einnig gangnaforingi í Húsavíkurrétt eða fjallkóngur eins og það er gjarnan kallað. Þá er Kúti formaður fjáreigendafélags Húsavíkur og hefur gegnt því embætti lengst af frá stofnun þess 16. júlí 1983. Ég heimsótti Kúta fyrir skemmstu og ræddi við hann um merkileg tímamót og hvernig tímarnir hafa formað þennan mikla áhuga bónda sem að eigin sögn ræktar besta féð á Húsavík og það þótt víðar væri leitað. Kúti verður sextugur á þessu ári en það eru ekki einu tímamót hans á árinu því um síðustu helgi var réttað í Húsavíkurrétt og tók þessi stolti fjárbóndi þá þátt í göngum í fimmtugasta sinn. Þegar Kúti var að verða 10 ára byrjaði hann að ganga á fjall eftir fé með föður sínum sem var áhugabóndi á Húsavík ásamt mörgum fleirum. „Þetta var sérstakur söfnuður sem átti kindur á þessum tíma enda var þetta líka hluti af lífsbaráttu þessara tíma. Menn voru að vinna fulla vinnu en áttu líka kindur til að brauðfæða fjölskyldur sínar,“ segir Kúti og bætir við að hann hafi strax drukkið í sig þennan áhuga á sauðfjárbúskap föður síns. „Frá þessum tíma, 1970 til dagsins í dag hef ég farið í göngur á hverju einasta ári. Hér áður fyrr voru oft settar upp þrennar göngur á haustin. Aðal göngur og síðan eftirleitir. Síðan hefur þetta breyst með tímanum í einar stórar göngur og síðan fara menn á bílum og gjarna með hunda í eftirleitir og handsama fé hér og þar og alls staðar. Svo nú í seinni tíð hefur áhugi á göngum aukist mikið. Þetta er orðið mikið sport og mikið af gestum og jafnvel erlent ferðafólk hefur verið að taka þátt í göngum með okkur.“ Göngum í ár var flýtt vegna veðurs, þær áttu að fara fram 12. september en fóru fram nú á laugardaginn 5. september. Göngurnar fóru fram með talsvert breyttu sniði í ár vegna títt um ræddrar kórónuveiru. En aðgengi utanaðkomandi var bannað og samneyti gangnamanna var takmarkað. „Auðvitað verð ég að virða þessar takmarkanir en það hefði verið gaman að halda upp á þessi tíma mót og bjóða upp á veitingar og annað slíkt, en það bíður bara betri tíma,“ útskýrir Kúti.
Lesa meira

Aukið fjármagn fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Félagsmálaráðuneytið samþykkti að við fengjum þessa upphæð til þess að auka virkni og vellíðan barna í sumar sem eru í viðkvæmri stöðu. Félags og barnamálaráðherra stóð fyrir því að þetta yrði gert,“ segir Hróðný Lund, félagsmálastjóri Norðurþings í samtali við Vikublaðið.
Lesa meira

Ernir fjölgar ferðum til Húsavíkur

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga aftur flugferðum til Húsavíkur.
Lesa meira