Fréttir
28.03.2021
Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena vakti nýverið athygli í þættinum Það er komin Helgi þar sem hún mætti í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðamanna Vindanna. Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék á als oddi. Vikublaðið fékk Helenu til að vera Norðlending vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Fréttir
27.03.2021
„Mögulega gætti líka ákveðins misskilnings innan stjórnsýslunnar um þau áhrif sem aðild að þeim samningi kynnu að hafa,“ segir sveitarstjóri.
Lesa meira
Fréttir
26.03.2021
Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram þann 5. júní 2021.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna var skipuð í júní 2019 og hefur síðan þá komið saman á 18 bókuðum fundum. Nefndin skipaði fimm starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Nefndin skilaði áliti sínu til sveitarstjórna þann 9. mars síðastliðinn.
Lesa meira
Fréttir
25.03.2021
Eimur, SSNV, SSNE og Nýsköpun í norðri í samstarfi við Hacking Hekla, Nordic Food in Tourism og Íslandsbanka bjóða skapandi heimamönnum á Norðurlandi að verja helgi sem frumkvöðlar og vinna að hugmyndum og verkefnum sem “uppfæra” svæðið. Sigurteymi Hacking Norðurland hlýtur peningaverðlaun.
Hakkaþon eða lausnamót, er nýsköpunarkeppni þar sem fólk kemur saman og skapar lausnir yfir stuttan tíma - venjulega um 24-48 klukkustundir. Lausnamót eru frábær vettvangur fyrir hvern sem er til að deila reynslu og þekkingu og vinna að viðskiptahugmynd eða verkefni.
Lesa meira
Fréttir
25.03.2021
Hafrún Olgeirsdóttir fulltrúi E-lista í sveitarstjórn Norðurþings vakti máls á því á fundi sveitarstjórnar að sú staða væri komin upp á leikskólanum Grænuvöllum að ekki væri að takast að tryggja öllum börnum sem hafa náð eins árs aldri leikskólavist. Þá er ekkert annað úrræði í boði á vegum sveitarfélagsins til að brúa bilið að loknu fæðingarorlofi.
Lesa meira
Fréttir
25.03.2021
Greint hefur verið frá því áður að PCC á Bakka við Húsavík stefnir að því að endurræsa annan ljósbogaofn kísilversins í apríl og hinn ljósbogaofninn fljótlega í kjölfarið. Í samtali við Vikublaðið segir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri að það sé enn stefnan. „Enn á þó eftir að ganga frá mörgum lausum endum til að svo geti orðið,“ segir hann.
Lesa meira