Heildarfjöldi frjókorna sá mesti frá árinu 2005

Frjómælingar í júní sýndu að magn frjókorna í lofti á Akureyri var mikið, þrátt fyrir kaldan mánuð.  Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnun Íslands

Á Akureyri var júní kaldur, einkum um miðjan mánuðinn. Þrátt fyrir það var heildarfjöldi frjókorna sá mesti frá árinu 2005 eða 1.322 frjó/m3 (meðaltalið er 695 frjó/m3). Frjókorn voru samfellt í lofti allan mánuðinn og greindust 19 frjógerðir. Mest var af birkifrjóum (813 frjó/m3), furufrjóum (180 frjó/m3), grasfrjóum (152 frjó/m3) og víðifrjóum (52 frjó/m3). 

Frjótíma birkis er nú lokið norðan og sunnan heiða og frjótími grasa tekinn við. Aðalfrjótími grasa er í júlí og ágúst. 


Athugasemdir

Nýjast