Fjölbreytt störf sem hægt er að tengja við námið

Dagný

Líkt og í fyrra tekur Háskólinn á Akureyri þátt í átaksverkefni Vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir stúdenta í sumar.

Háskólinn bauð því fjölbreytt störf og Dagný Theodórsdóttir, stúdent í rannsóknartengdu meistaranámi í sálfræði sótti um eitt slíkt. „Ég er að skoða tilfinningatengdar minnisskekkjur út frá árstíðabundnum einkennum þunglyndis, streitu og kvíða,“ segir Dagný. Hún segir starfið henta sér fullkomlegar þar sem það tengist meistaraverkefninu sínu. „Mér þykja prófin sem notuð eru í rannsóknunum áhugaverð og það hefur verið mjög góð reynsla að vinna að því að fá fólk til að taka þátt og við höfum náð að vekja töluverða athygli á rannsóknum á árstíðabundnu þunglyndi á Íslandi,“ segir Dagný.

Skoðar efni blaða-, útvarps- og fréttatíma

Hólmfríður

Hólmfríður María B. Ö. Þorsteinsdóttir, stúdent í nútímafræði, fékk vinnu sem aðstoðarmaður við fjölmiðlarannsókn. Verkefni hennar felast í því að kanna innihald blaða-, útvarps- og sjónvarpsfrétta og innihaldsgreina efni sem tengist rannsókninni. „Ég flokka meðal annars fréttir eftir efni og lengd og athuga hversu mikið efni úr hverjum flokki er í hverju blaði eða fréttatíma. Þannig er hægt að bera saman þróunina yfir ákveðið tímabil og sjá hversu mikla umfjöllun ákveðin málefni fá,“ segir Hólmfríður.


Athugasemdir

Nýjast