Dýrin í skógunum

Örri Byström.
Örri Byström.

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað það er sem gerir Akureyringa svona lítilláta. Þeir hafa hreinlega enga trú á sínu samfélagi. Það er öðruvísi farið með okkur Þingeyinga sem höfum náttúrlega mikla yfirburði yfir ykkur. Við höfum nefnilega enga minnimáttarkennd, það er bannorð í okkar samfélagi. Eðlilega. Hvers vegna? Jú, við trúum á okkur og erum uppalin við það að enginn er okkur fremri. Af hverju er ég að halda þessu fram? Jú, vegna þess að þið látið 101 Reykjavík vaða yfir ykkur áratugum saman.

Og hver er svo uppskeran? Er það skóflustungan sem Sigurður Ingi tók svona í upphafi kosninga? Af hverju var hann ekki búinn að taka hana miklu fyrr? Þið eruð búnir að hjakka í þessari flugvallarbaráttu árum saman og ekkert ávinnst. Hvað veldur því? Er það virkilega vitlaus vinnubrögð hjá ykkur eða samtakaleysi? Er 101 Reykjavík eitthvað merkilegri en þið, eða liggur það í baráttulausum þingmönnum ykkar? Það skyldi ekki vera. Það vekur athygli að KA er að ná góðum árangri í knattspyrnu, enda eru Þingeyingar í liðinu til styrktar því. Er ekki kominn tími til þess að við Norðlendingar berjum nú liðsveitir okkar betur saman og skorum á 101 Reykjavík á hólm? Heilbrigðismálin okkar Er leiðin frá Akureyri til Reykjavíkur lengri en leiðin frá Reykjavík til Akureyrar ? Var nauðsynlegt að bygging Landsspítalans væri valinn staður við Hringbrautina í R-vík.

Við Norðlendingar eigu nóg land undir svona kofabyggingar og þar að auki fyrst það var svona nauðsynlegt að hafa spítalann nálægt Háskóla, þá hebbði nú verið hægt að benda þeim á að starfandi væri Háskóli á Akureyri.og vel að merkja nákvæmlega jafnlöng vegalengd á milli. Borgríkið 101 er að draga allt til sín í okkar landi og allt fjármagn þar að auki. Það hebbði nú verið skynsamara að styrkja spítalann á Akureyri áður en framkvæmdir hófust við Hringbrautina til að létta á álaginu þar. Siggi hebbði nú geta tekið skóflustungu þar í leiðinni og hann tók skóflustunguna á flugvellinum ,fyrst hann á annað borð var kominn norður í atkvæðasmölun.

Við Norðlendingar og Austfyrðingar eigum að sameinast í baráttu okkar fyrir öflugum spítala á landsbyggðinni. Með því móti byggjum við upp velferð á landsbyggðinni og aukum öryggi okkar -við erum að sögn ráðamanna á hátíðastundum öll sömu dýrin í skóginum og eigum að vera vinir í okkar litla stórasta landi. Krefjum frambjóðendur okkar í komandi kosningum að bretta upp ermarnar og kreppa hnefana og standa saman í baráttunni um brauðið. Þessa óskar undirritaður.

-Örri Byström, Einarsstöðum


Nýjast