Ferskt Vikublað er komið út

Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.
Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.

Vikublaðið kemur út í dag eins og alla fimmtudaga og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Nýtt Vikublað

Meðal efnis:

  • Miklir vatnavextir hafa verið á Norðurlandi undanfarin vegna hlýinda. Rætt er við Rúnar Ísleifsson, skógavörð í Vaglaskógi sem segir tjaldsvæðin hafa sloppið að mestu fyrir horn þegar mikið vatn flæddi yfir hluta svæðisins um sl. helgi.
  • Ein stærsta ferðahelgin á Akureyri var sl. helgi þegar tvö stór fótboltamót fóru fram og mikil fjöldi í bænum. Voru bæði tjaldsvæðin á Hömrum og við Þórunnarstræti sneisafull. Rætt er við Tryggva Marinósson, forstöðumann tjaldsvæðana á Akureyri og Ernu Lind Rögnvaldsdóttir, forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
  • Enduro mót Hjólreiðafélags Akureyrar er ein af greinunum sem keppt er í á Hjólreiðahátíð Greifans sem fram fer 24. júlí til 1. ágúst næst komandi. Enduro mótið er nú í fyrsta sinn tveggja daga viðburður og fer fram á Akureyri og Húsavík. Rætt er við Aðalgeir Sævar Óskarsson formann Hjólreiðafélags Húsavíkur.
  • Heilsíðuviðtal: Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum).
  • Huld Hafliðadóttir skrifar bakþanka vikunnar og Sunna Hlín Jóhannesdóttir heldur um Áskorandapennann.
  • Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar Ingi er Norðlendingur vikunnar

Smelltu hér til að gerast áskrifandi


Athugasemdir

Nýjast