Hoppukastali tókst á loft með 108 börn um borð

Hópslysaáætlun var virkjuð kl. 14.15 hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem hoppukastali fauk við Skautahöllina á Akureyri með 108 börn að leik inni í honum. Aðgerðastjórn tók strax til starfa og voru viðbragðsaðilar allra eininga fljótir á staðinn.
Á þessari stundu er ekki vitað um fjölda slasaðra. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglu.
 
Rúv greinir frá því að sjö hafi verið fluttir á sjúkrahús til nánari skoðunar.
 Samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu hefur einn verið fluttur suður með sjúkraflugi en hinir sex eru minna slasaðir og hljóta aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Athugasemdir

Nýjast