Sex ára gamalt barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið

Frá vettangi í gær þegar slysið varð. Mynd/Margrét Þóra.
Frá vettangi í gær þegar slysið varð. Mynd/Margrét Þóra.

Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. Frá þessu er greint á Vísir.is. Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. 


Athugasemdir

Nýjast