Sjö hafa sótt um embætti for­stjóra Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd úr safni.

Sjö hafa sótt um embætti for­stjóra Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri. Um er að ræða stöðu til fimm ára frá 1. sept­em­ber.

Um­sókn­ar­frest­ur rann út hinn 12. júlí og eru um­sækj­end­ur eft­ir­far­andi:

Ein­ar Örn Thorlacius, lög­fræðing­ur.
Guðmund­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs sjúkra­húss­ins.
Hildigunn­ur Svavars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar.
Jón Magnús Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd.
Krist­inn V. Blön­dal, ráðgjafi.
Linda Rut Bene­dikts­dótt­ir, sviðsstjóri hjá Rík­is­skatt­stjóra.
Suren Kanay­an, lækn­ir.
Hæfni um­sækj­enda verður nú met­in af þriggja manna hæfis­nefnd og heil­brigðisráðherra mun svo skipa í stöðu for­stjóra að því mati loknu. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá heil­brigðisráðuneyt­inu.


Athugasemdir

Nýjast