Sjö hafa sótt um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða stöðu til fimm ára frá 1. september.
Umsóknarfrestur rann út hinn 12. júlí og eru umsækjendur eftirfarandi:
Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur.
Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs sjúkrahússins.
Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd.
Kristinn V. Blöndal, ráðgjafi.
Linda Rut Benediktsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra.
Suren Kanayan, læknir.
Hæfni umsækjenda verður nú metin af þriggja manna hæfisnefnd og heilbrigðisráðherra mun svo skipa í stöðu forstjóra að því mati loknu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.