Engin umræða um Wathnehús

Samsett mynd. Á innfelldu myndinni má sjá Wathne húsið þegar það var flutt árið 2002. Stóra myndin e…
Samsett mynd. Á innfelldu myndinni má sjá Wathne húsið þegar það var flutt árið 2002. Stóra myndin er af Þorsteini E. Arnþórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins og hana tók Margrét Þóra Þórsdóttir.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tekið neina umræðu um framtíð Wathnehússins sem stendur við Iðnaðarsafnið á Akureyri við Krókeyri að sögn Höllu Bjarkar Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar. Húsið sem á sér ríka skírskotun í atvinnusögu Akureyrarbæjar, allar götur frá árinu 1895 þegar það var reist sem síldartökuhús, hefur staðið við safnið án sökkuls, hita og rafmagns frá árinu 2002, í tæp 20 ár. Iðnaðarsafnið hefur sjálft ekki burði til að ráðast í framkvæmdir. Hússins mun því að því er Þorsteinn E. Arnþórsson safnstjóri sagði í Vikublaðinu að líkindum grotna smám saman niður.

/MÞÞ

Sjá einnig: Wathnehúsið bíður þess að óbreyttu að grotna niður


Athugasemdir

Nýjast