Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tekið neina umræðu um framtíð Wathnehússins sem stendur við Iðnaðarsafnið á Akureyri við Krókeyri að sögn Höllu Bjarkar Reynisdóttur forseta bæjarstjórnar. Húsið sem á sér ríka skírskotun í atvinnusögu Akureyrarbæjar, allar götur frá árinu 1895 þegar það var reist sem síldartökuhús, hefur staðið við safnið án sökkuls, hita og rafmagns frá árinu 2002, í tæp 20 ár. Iðnaðarsafnið hefur sjálft ekki burði til að ráðast í framkvæmdir. Hússins mun því að því er Þorsteinn E. Arnþórsson safnstjóri sagði í Vikublaðinu að líkindum grotna smám saman niður.
/MÞÞ