„Tilbúinn andlega og hlakka til að prufa eitthvað nýtt“

Brynjar Ingi Bjarnason.  Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Ingi Bjarnason. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega. Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast