Reikna með að kennsla hefjist á réttum tíma í Lundaskóla

Lundaskóli. Mynd: Akureyri.is
Lundaskóli. Mynd: Akureyri.is

Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði Lundarskóla síðustu mánuði og eru framkvæmdir við A-álmu skólans komnar langt á veg en unnið er við lokafrágang þessa dagana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar

Húsgögn í allar kennslustofur eru væntanleg í lok mánaðarins og þá verður bæði lóð og körfuboltavöllur austan við skólann lagfærð fyrir skólabyrjun. Reiknað er með að kennsla hefjist á réttum tíma í ágúst.

Framkvæmdir við B-álmu skólans eru hafnar og er áætlað að framkvæmdum við hana og nýjan inngarð milli álmanna ljúki næsta sumar.


Nýjast