Spennandi nýtt Vikublað er komið út

Halldór S. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar er í heilsíðu viðtali…
Halldór S. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar er í heilsíðu viðtali í blaði dagsins. Mynd/mþþ

Vikublaðið er komið út.  Að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Meðal efnis:

Forsíða screen

  • Wathnehúsið svonefnda sem staðið hefur við Iðnaðarsafnið í nær tvo áratugi án sökkuls, hita og rafmagns bíði döpur örlög verði ekkert að gert. Rætt er við Þorstein E. Arnórsson safnstjóra Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hún vilji kanna betur vilja íbúa sveitarfélagsins til vindorkuvers á Hólaheiði áður en aðalskipulagi verði breytt. Hún lagði fram tillögu á fundi byggðarráðs um að breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuversins verði frestað þar til umhverfismati er lokið.
  • Heilsíðuviðtal Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum.
  • Heilsíðuviðtal: „Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
  • Inga Dagný Eydal skrifar bakþanka vikunnar og Axel Grettisson heldur um Áskorandapennann.
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir færir okkur gómsætar uppskriftir í Matarhorninu
  • Þetta og margt fleira í blaðinu í dag

Smelltu hér til að gerast áskrifandi

 


Nýjast