Listasumar á Akureyri er í fullum gangi

Mynd:akureyri.is
Mynd:akureyri.is

Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.

Hinir ýmsu viðburðir hafa verið á dagskrá það sem af er en hátíðin byrjaði með krafti í frábæru veðri og karnivalstemningu á Gildegi í Listagilinu. Við hvetjum alla til að kynna sér hátíðina og dagskrána en fjölbreyttar smiðjur fyrir börn og fullorðna eru í boði í júlí sem tilvalið er að prófa. Skráning er nauðsynleg í allar smiðjurnar og hægt er að sjá frekari upplýsingar á www.listasumar.is

Alls konar gjörningar, tónleikar, listasmiðjur, sýningar og annað skemmtilegt verður á boðstólnum út júlí og má með sanni segja að ævintýrin verði til á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman.

Samstarfsaðilar Listasumars eru:

Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan.


Nýjast