Vilja byggja upp gagnaver á Bakka

GreenBlocks ehf. hefur óskað eftir tímabundnum afnotum lóðar Tröllabakka 1 (F1) á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Ætlunin er að byggja upp gagnaver á lóðinni. Fyrst um sinn yrði uppbyggingin í formi lausra gámaeininga en horft til varanlegri uppbyggingar síðar. Á þessu stigi er horft til afnota af lóðinni til tveggja ára. Skipulags og framkvæmdaráð Norðurþings fjallaði um erindið á fundi sínum í gær og tók jákvætt í erindið. Ráðið frestaði þó tillögugerð að lóðarúthlutun vegna viljayfirlýsingar sem gerð var við Carbon Iceland á síðasta ári. Sú vilja yfirlýsing snýr að því að kanna möguleika á að reisa lofthreinsiver á Bakka.

„Í ljósi viljayfirlýsingar sem gerð var við Carbon Iceland á síðasta ári leggur skipulags- og framkvæmdaráð til að byggðaráð taki við formlegri afgreiðslu málsins til samræmis við skuldbindingar sem finna má í viljayfirlýsingunni. Á lóðinni standa nú vinnubúðir, en gert er ráð fyrir að eigendur fjarlægi þær áður en til úthlutunar kemur,“ segir í bókun ráðsins..


Nýjast