Fréttir

Heimsóknarbanni aflétt á Öldrunarheimilum Akureyrar

Lesa meira

Húsaleiguverð lækkar á Húsavík

Verkefnisstjórn Gaums sækir árlega upplýsingar til Þjóðskrár um þróun leiguverðs á Húsavík. Upplýsingar um leiguverð byggja á þinglýstum leigusamningum hvert ár.
Lesa meira

Uppskriftarbók Magna Rúnars

„Ég heiti Magni Rúnar Magnússon og er framreiðslu- og rafvirkjameistari að mennt. Í dag er ég í námi í kennslufræði iðnmeistara í H.Í. og er að kenna á rafiðnaðarbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri,“ segir Magni sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þegar ég er að brasa í eldhúsinu legg ég áherslu á að hafa matreiðsluna einfalda og að hráefnið sem ég er að vinna með fái að njóta sín. Ekki skemmir fyrir ef maður hefur aflað þess sjálfur við veiðar. Verði ykkur að góðu.“
Lesa meira

Kynslóðunum teflt saman í tónleikaröð í Hofi

Lesa meira

24 í einangrun á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Hin tvíbentu áhrif samfélagsmiðlana

Lesa meira

Brosandi og berrössuð

Lesa meira

Íbúar af 42 þjóðernum í sveitarfélögunum í S-Þingeyjasýslu

Síðustu daga hefur verið unnið að uppfærslu á gögnum um skiptingu íbúa eftir uppruna í sveitarfélögunum fjórum sem vöktun á vettvangi Gaums. Á því tímabili sem vöktunin nær til hefur orðið umtalsverð breyting á fjölda þjóðerna. Árið 2011 bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi sem voru af öðrum uppruna en íslenskum. Alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum. Pólverjar voru fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir ekki nema 13 talsins. Fjöldi íbúa af öðrum þjóðernum en var lítill eða frá einum og upp í sex manns.
Lesa meira

Enginn inniliggjandi með kórónuveiruna á SAk

Samkvæmt upplýsingum blaðsins útskrifaðist síðasti sjúklingurinn á laugardaginn var.
Lesa meira

Hríseyingar vilja sjóvarnargarðinn í lag

Lesa meira

Árið hefur reynt verulega á þolrifin hjá íbúum Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri í Dalvíkurbyggð segir mikið hafa gengið á í sveitarfélaginu á árinu sem senn er á enda. Óveður, kórónuveiran og jarðskjálftar hafa gert bæjarbúum lífið leitt. Dalvíkingar lentu illa í þriðju bylgju kórónuveirunnar en um tíma voru um 10% bæjarbúa sóttkví. Dalvíkurbyggð slapp nokkuð vel í fyrstu bylgjunni en í þriðju bylgjunni hafa 25 manns veikst í sveitarfélaginu. „Það má segja að frá óveðrinu í desember og fram til dagsins í dag hafi árið reynt verulega á þolrifin hjá íbúum. Ég finn það líka að óveðrið og ófærð síðasta vetrar situr ennþá í mörgum og einhverjir kvíða komandi vetri. En í öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir samfélagið á árinu hefur samstaða, samkennd og einhugur einkennt íbúa Dalvíkurbyggðar
Lesa meira

Ráðningar hefjast hjá PCC eftir áramót

Útlit er fyrir að PCC BakkiSilicon muni ræsa verksmiðju sína á Húsavík að nýju með vorinu miðað við upplýsingar úr tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skemmstu. Til stendur að ráða fleiri starfsmenn að nýju upp úr áramótum, gangi áætlanir eftir.
Lesa meira

Ólafía Hrönn leikur Skugga-Svein

Lesa meira

Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur

Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Lesa meira

Óvissa um áætlunarflug til og frá Húsavík

Áhyggjur eru uppi um framtíð áætlunarflugs til og frá Húsavík. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
Lesa meira

Á að vernda gömul timburhús?

Lesa meira

Vilja stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um allt að 80 km

Möguleikar á styttingu þjóðvegar milli Akureyrar og Reykjavíkur voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi Akureyrar á dögunum.
Lesa meira

Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Kostnaður sveitarfélaganna við nýtt hjúkrunarheimili verður 900 milljónir

Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi B-lista í byggðarráði Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hann fagni þessum framkvæmdum enda hafi nauðsyn þeirra legið fyrir lengi. Hann setur þó spurningarmerki við þann gríðarlega kostnaðarauka sem birtist í nýrri kostnaðaráætlun sem kynnt var á síðasta fundi ráðsins. Þar kemur fram að í nóvember 2018 var kostnaðarskipting framkvæmdanna 85% á vegum ríkisins og 15% sveitarfélaganna. Þá var gert ráð fyrir því að hlutur sveitarfélaganna fjögurra sem að hjúkrunarheimilinu standa yrði 330 milljónir.
Lesa meira

Rektor HA segir sóttvörnum fylgt og áhættan sé í lágmarki

Lesa meira

Stúdentar við HA óánægðir með að þurfa að mæta í skólann í lokapróf

Lesa meira

Fer til Egilsstaða til að slaka á

Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára. Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

49 í einangrun á Norðurlandi eystra-Fækkar um átta á milli daga

Ellefu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þar af voru níu í sóttkví.
Lesa meira

Hríseyjarviti 100 ára

Lesa meira

Félag eldri borgara á Akureyri

Lesa meira

Reiðhjólakappinn

Lesa meira