Nýtt Vikublað komið út

Vikublaðið er komið út - Kosningarnar sem fara fram þann 25. september nk. eru eðli málsins fyrirferðamiklar í blaði vikunnar en einnig er gott úrval af mannlífs,- menningar,- og fréttaefni. 

Vikublaðið 35. 2021

 • „Við tókumst á við allt sem hægt er að takast á við í íslenskri náttúru“

  Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtæki að Saltvík rétt sunnan Húsavíkur sem sérhæfir sig í hestaferðum með hópa. Á bænum er einnig gistiheimili. Bjarni Páll kom heim í síðustu viku úr tveggja mánaða hestaferð þvert yfir landið en á annað hundruð manns tóku þátt í ferðinni. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Bjarna Pál í vikunni og ræddi við hann um ferðina.

 • Ná inn um 20% af tekjum sem skemmtiferðaskip hefðu annars skilað. 

    „Miðað við í hvað stefndi í vor má segja að sumarið hafi lukkast ljómandi vel,“ segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands, en tæplega   80 skemmtiferðaskip komu til Akureyrar, Hríseyjar eða Grímseyjar í sumar.

 • Hraðakstur til óþæginda og of mikið ryk 

  „Umferð og ástand í gilinu er ekki til sóma og orðið stórhættulegt,“ segir í umræðum á fésbókarsíðu Innbæinga, Innbær – Akureyri og er þá vísað til Lækjagötu sem liggur frá Aðalstræti og upp á brekkubrún við Kirkjugarðinn.

 • „Við höfum skynjað meðbyr og bjartsýni til endurreisnar, uppbyggingar og verðmætasköpunar.“

  Vikublaðið heldur áfram oddvitaspjallinu fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Nú er komið að Sjálfstæðisflokkin en það er Njáll Trausti Friðbertsson sem er oddviti flokksins í NA-kjördæmi.

 • Næst á dagskrá að ljúka útisvæði

  Ný aðstaða fyrir siglingar og sjósport hefur verið tekið í notkun á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri. Við athöfn af því tilefni var skrifað undir rekstrarsamning milli klúbbsins og Akureyrarbæjar.

 • Aðsendar greinar og margt fleira í blaði vikunnar

 

Má bjóða þér áskrift? Smelltu HÉR


Nýjast