Húsheild ehf. átti lægsta tilboð í fyrsta verklið hjúkrunarheimilis á Húsavík

Mynd af vinningstillögu frá Arkís.
Mynd af vinningstillögu frá Arkís.

Tilboð í jarðvinnuframkvæmdir vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík voru opnuð á þriðjudag en útboðið er á vegum Ríkiskaupa.

Frávikstilboð voru ekki heimil skv. útboðsgögnum í þessu útboði. Þrjú tilboð bárust í þennan fyrsta verklið hjúkrunarheimilisins og átti Húsheild ehf. lægsta tilboð eða alls 58.100.500 krónur. G. Hjálmarsson hf. Bauð 64.735.000 krónur og hæsta tilboð átti Steinsteypir ehf. alls 68.605.670. kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 74.273.500 krónur og voru öll tilboðin því vel undir þeirri fjárhæð.

Í opnunarskýrslu er einungis birt heildartilboðsfjárhæð en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum.

Kærufrestur vegan útboðsins er 5 vikur en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrir októberlok.

Má bjóða þér áskrift að Vikublaðinu? Smelltu þá HÉR. Þannig stuðlar þú að öflugri fjölmiðlun á þínu svæði.


Athugasemdir

Nýjast