Tækifæri á Bakka rædd í Hörpu

ristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Mynd: Birgir Ísleifur/si.is
ristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Mynd: Birgir Ísleifur/si.is

Kristján Þór  Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings flutti erindi um tækifæri á Bakka á kynningunni Grænir iðngarðar - Tækifæri fyrir Ísland í Hörpu í gær

Verkefnið Grænir iðngarðar fjallar um eflingu hringrásarhagkerfisins og hvernig megi draga úr sóun og stuðla að verðmætasköpun.
Einstaklingar úr ýmsum áttum hafa unnið að korlagningu svæða og rannsakað hvar helstu sóknarfærin liggja. Fyrsti áfangi vinnunnar var kynntur í Hörpu í gær. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér

Einnig tóku til máls; Karl Guðmundsson, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu,  sem talaði um tækifæri grænna iðngarða. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var með erindið Gerum heiminn grænan saman - nýtum alla strauma auðlindar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjallaði um tækifæri Íslands í grænum iðnaði.

Kynningunni var streymt í beinni útsendingu á vef Íslandsstofu. Horfa má á kynninguna hér 


Athugasemdir

Nýjast