Akureryri tekur átt í samgönguviku

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Evrópska samgönguvikan hefst á morgun, fimmtudag. Akureyrarbær tekur þátt og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Frá árinu 2002 hafa bæir og borgir víða um Evrópu tekið þátt í sameiginlegu átaki vikuna 16.-22. september. Markmiðið er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Yfirskrift vikunnar í ár er Veljum grænu leiðina – fyrir umhverfið og heilsuna.

Akureyrarbær mun næstu daga miðla fjölbreyttu efni sem tengist þema vikunnar bæði hér á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum. Vikan hefst á Degi íslenskrar náttúru, 16. september, og lýkur á bíllausa deginum 22. september.

Akureyringar eru hvattir til að deila á samfélagsmiðlum mynd af sér á vistvænni og heilsusamlegri ferð með myllumerkinu #samgönguvika eða #mobilityweek. Þá tökum við fagnandi á móti myndum á Facebook-síðu Akureyrarbæjar.

Í tilefni vikunnar er líka gráupplagt að finna út hvaða samgöngur henta þér best. Smelltu hér til að opna könnunina Hvaða samgöngukrútt ert þú? 


Athugasemdir

Nýjast