Vikublaðið er komið út og er á leið til áskrifenda. Það ætti ekki að fara framhjá lesendum að kosningar eru á næsta leiti enda talsvert af áhugaverðu kosningaefni.

- Aðsendar greinar
- Kosningaspjallið heldur áfram og í þetta sinn situr Haraldur Ingi Haraldsson, oddviti Sósíalistaflokks fyrir svörum.
- Metuppskera hefur verið á korni í Eyjafirði. Vikublaðið tók Hermann Inga Hermannsson, bónda í Klauf í Eyjafirði tali. Hann segist aldrei hafa séð aðra eins uppskeru enda heitt og bjart meira og minna allan júlí og ágústmánuð.
- Fréttamálin krufin
Þetta og miklu meira í blaði dagsins.
Viltu leggja þitt af mörkum til að tryggja óháða blaðamennsku í heimabyggð? Smelltu HÉR til að gerast áskrifandi.