Vel lukkaður Eyfirskur safnadagur

Tómas Jónsson á Mótorhjólasafninu er hér að fræða gesti um Henderson hjól frá árinu 1918. Ingóflur E…
Tómas Jónsson á Mótorhjólasafninu er hér að fræða gesti um Henderson hjól frá árinu 1918. Ingóflur Espólín flutti hjólið inn og var það um skeið á Akureyri, en síðast átti það Sigurður Hannesson í Ánanaustum. Hjólið var í notkun til ársins 1930. Það fannst sem ryðhrúga á brotajárnshaug um 1970 og komast í eigum Gríms Jónssonar sem gerði það upp með mikilli vinnu á löngum tíma. Grímur náði að sjá hjólinu ekið skömmu fyrir andlát sitt 2011. Mynd: MÞÞ

„Aðsókn á söfnin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.

Eyfirski safnadagurinn var haldinn um síðustu helgi og gestum og gangandi boðið að skoða söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Alls tóku 15 söfn á svæðinu þátt í deginum.

Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldin frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til að halda daginn í þetta eina skipti. Hann gekk hins vegar svo glimrandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor. „Við erum bara glöð yfir að hafa getið haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

/mþþ

Safnadagur

SAfnadagur


Nýjast