Ekkert skólastarf í Valsárskóla í vikunni vegna kóvid smits

Skólahald verður lagt niður í þessari viku vegna kórónuveirusmits sem upp kom um helgina. Skrifstofa…
Skólahald verður lagt niður í þessari viku vegna kórónuveirusmits sem upp kom um helgina. Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps verður einnig lokuð.

Kórónuveirusmit hefur  greinst hjá nemendum í Valsárskóla. Í samráði við rakningateymi hefur verið gripið til aðgerða til að hefta frekari útbreiðslu smits í samfélaginu. Ákveðið var að loka Valsárskóla alla þessa viku, dagana 4. til 8. október. 

Foreldrum verða sendar upplýsingar um fyrirkomulag í leik - og grunnskóla frá skólastjórnendurm. Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps verður líka lokið í vikunni, en tekið við erindum rafrækt í gegnum tölvupóst. 

Á vefsíðu Svalbarðsstrandarhrepps þar sem þetta kemur fram er íbúum sem erfitt eiga með að ná í vistir bent á að hægt er að panta matvöru og starfsmenn hreppsins skækja og skila heim að dyrum. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var á ferðinni í Valsárskóla í liðinni viku og greinir hann frá því á í kjölfar kóvid 19 smita meðal ungmenna norðanlands og heimsóknar hansþurfi hann að vera í smitgát næstu daga. 

" Ég sendi krökkunum nyrðra hlýjar kveðjur, þakka aftur fyrir góðar móttökur og óska þeim, sem hafa smitast af veirunni, góðs bata. Einhverjum fundum og viðburðum þarf ég að fresta en við finnum lausnir á því," segir Guðni. 


Athugasemdir

Nýjast