Kemur þrennan til Akureyrar

Martha Hermannsdóttir. Mynd: Þórir Tryggva/ka.is
Martha Hermannsdóttir. Mynd: Þórir Tryggva/ka.is

Íslands- og deildarmeistarar KA/Þórs  mæta ríkjandi bikarmeisturum Fram í bikarúrslitaleik í kvennaflokki í handbolta í dag klukkan 13:30. Leikurinn er sýndur í  beinni útsendingu á RÚV.

 Leikið er á Ásvöllum í Hafnarfirði og búast má við spennandi leik. 

Undanúrslitin voru spiluð á fimmtudag þar sem Fram hafði betur gegn Val og KA/Þór fór létt með fyrstu deildar lið FH. Sömu lið mættust í bikarúrslitunum í fyrra en þá hafði Fram nokkuð öruggan sigur, 38-18.

Sameiginlegt lið KA/Þórs keppti í fyrsta skipti í úrslitum í fyrra og getur því sótt sinn fyrsta bikarmeistaratitil með sigri í dag og þar með fullkomnað þrennuna fyrir tímabilið með því að verða Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.

 


Athugasemdir

Nýjast