Kvenfélagið Iðunn hefur gefið íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili göngugrind sem verður til afnota fyrir gesti sundlaugar og íþróttahúss. Skammt er stórra högga á milli hjá Iðunnarkonum en í miðjum kórónuveirufaraldri færðu þær miðstöðinni sturtusæti sem sett hafa verið upp í karla- og kvennaklefum auk fjölnota klefa. Sætin hafa komið sér vel fyrir þá sem þurfa á smá hvíld að halda af og til.
/MÞÞ