Eurovision safnið opnaði í kvöld: Gæsahúð þegar Óskarskórinn söng

Gréta Salóme og Óskarskórinn frá Húsavík opnuðu dagskránna í beinni á RÚV. Mynd/epe
Gréta Salóme og Óskarskórinn frá Húsavík opnuðu dagskránna í beinni á RÚV. Mynd/epe

Eurovision sýningin á Húsavík opnaði í húsnæði Ja JA Dingdong bar klukkan 19 í kvöld. Húsfyllir var á opnunni og stemningin rafmögnuð.

Hátíðardagskráin hófst í beinni útsendingu í fréttatíma RÚV og húsvíski Óskarskórinn söng að sjálfsögðu nýja þjóðsöng bæjarbúa, Húsavík My Hometown úr Eurovision mynd Will Ferrels; í þetta sinn með Eurovision stjörnunni Grétu Salóme.

Sýningin er hin glæsilegasta og óhætt að mæla með heimsókn þangað.

Blaðamaður Vikublaðsins var á staðnum og tók nokkrar myndir.

Euro safn 1

Örlygur Hnefill Örlygsson hefur haft veg og vanda að opun safnsins pg hefur staðið í ströngu við að safna að sér munum fyrir þessa glæsilegu sýningu undanfarið ár. Hér er hann Með Rúnar Frey Gíslason og Felix Bergsson á sviðinu áður en formleg dagskrá hófst. Tvímenningarnir eru í framkvæmdastjórn söngvakeppni sjónvarpsins þar sem framlag Íslands til Eurovisioon er valið. Þeir lofuðu óvenju góðri keppni í ár og eruy bjartsýnir á að komið sé að Íslandi til að vinna stóru keppnina. Mynd/epe

Eourovision 2

Húsfyllir var í Eurovision safninu í kvöld og stemningin eftir því . Mynd/epe

Eurovision

Gréta Salóme og Óskarskórinn húsvíski settu dagskránna með gæsahúðartónum Eurovisonlagsins Husavik My Hometown úr risamynd Will Ferrels; Story of Firesaga. Mynd/epe

Athugasemdir

Nýjast