Covid 19 - Batnandi horfur í umdæminu

Frá sýnatökubiðröð á Akureyri. Mynd: Margrét Þóra
Frá sýnatökubiðröð á Akureyri. Mynd: Margrét Þóra

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti rétt í þessu um Covid-stöðuna í umdæminu.

„Sannarlega erum við að sjá breytingar til batnaðar þó svo að við séum með 159 manns í einangrun, þar af eru 130 á Akureyri. Þá hefur talsvert fækkað í sóttkví líkt og sjá má,“ segir í tilkynningunni

Aðgerðarstjórn LSNE mun fara yfir stöðuna nú á eftir og í kjölfarið senda frá sér frekari upplýsingar hvort að viðhalda þurfi þeim tilmælum sem gefin voru í sl. viku hvað varðar íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri eður ei.

 


Athugasemdir

Nýjast