Íbúar á Víðihlíð í sóttkví á ný

Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá st…
Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni seinni partinn í dag, fimmtudag. Mynd á vefsíðu Hlíðar.

Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni seinni partinn í dag, fimmtudag. Viðkomandi starfsmaður hefur ekki verið í vinnu undanfarna daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hlíð.

 Lokað er fyrir allar heimsóknir á Víðihlíð meðan á sóttkví stendur eða til og með 17. október að því gefnu að enginn greinist jákvæður í sýnatöku þann dag. Búið er að upplýsa alla íbúa og verið er að hafa samband við aðstandendur þeirra.
 Viðbragðsáætlun var virkjuð í kvöld og fyrirmælum rakningarteymis fylgt í hvívetna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem íbúar Víðihlíðar þurfa í sóttkví og í annað sinn síðan faraldurinn hófst sem smit hefur áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila Heilsuverndar. Enn sem komið er hefur enginn íbúa smitast hvorki á Hlíð né Lögmannshlíð.
 Aðgerðir á Víðihlíð hafa ekki áhrif á starfsemi annarra heimila þar sem lífið gengur sinn vanagang. Þrátt fyrir að allir íbúar heimilanna séu nú fullbólusettir og því í mun minni áhættu að veikjast en í upphafi faraldurs þá biðlum við til aðstandenda að virða

Athugasemdir

Nýjast