Hundrað kíló af könglum fyrir snjótroðara

Valgerður Jónsdóttir hjá Skógræktinni fræddi viðstadda um köngla áður en haldið var út í skóg. Afras…
Valgerður Jónsdóttir hjá Skógræktinni fræddi viðstadda um köngla áður en haldið var út í skóg. Afrastur dagsins var um 100 kíló og fer söluandvirðið upp í kaup á nýjum snjótroðara. Mynd/ Skógræktarfélagi Eyfirðinga.

Hátt í 50 manns lögðu leið sína í Laugalandsskóg á Þelamörk og tóku þátt í fjáröflunarátaki Skógræktarfélags Eyfirðinga sem safnar af kappi fyrir nýjum snjórtroðara.

Þegar hafa safnast um 3,7 milljónir króna en enn vantar upp á svo hægt verði að kaupa nýjan troðara fyrir veturinn. Sá gamli lagði upp laupana í fyrravetur eftir dygga þjónustu við skíðafólk.

Tilgangur fólksins í Laugalandsskógi var að tína stafafuruköngla. Alls náði hópurinn um eitt hundrað kílóum af könglum, hreinsuðum og vel völdum. Um 200 þúsund krónur fást fyrir könglana sem leggjast beint inn á söfnunarreikning fyrir snjótroðara.

Áður en haldið var út í skóg fræddi Valgerður Jónsdóttir hjá Skógræktinni viðstadda um mismunandi kvæmi stafafuru og hvernig þekkja má tveggja ára köngul. Eftir fræðsluna hélt fólk út í skóginn þar sem búið var að fella stöku tré en einnig var hægt að teygja sig upp í greinar og tína.


Athugasemdir

Nýjast