Sagði Birki Blæ þann eina sem gæti orðið alþjóðleg stjarna

Það er ekkert lát á vinsældum Birkis Blæs í sænsku Idol söngkeppninni. Mynd: Skjáskot tv4Idol/Instag…
Það er ekkert lát á vinsældum Birkis Blæs í sænsku Idol söngkeppninni. Mynd: Skjáskot tv4Idol/Instagram

Birkir Blær Óðinsson hefur enn og aftur heillað sænsku þjóðina en í kvöld var hann kosinn áfram í næstu umferð í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4. Lagið sem Birkir flutti í kvöld heitir A Change Is Gonna Come, sem Sam Cooke gerði frægt á sínum tíma.

Birkir er nú einn 10 keppenda sem eftir eru í Idolinu. Í hverri viku dettur einn keppandi út en það er sænskir sjónvarpsáhorfendur sem kjósa um hver sé verðugur til að komast áfram. Í kvöld var Birkir Blær kosinn áfram fyrir flutninginn á laginu Húsavík (My Home Town) úr húsvísku Hollywood myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem hann söng í síðustu viku.

Dómnefndin var stórhrifin af flutningi Birkis í kvöld eins og endranær og hafði einn þeirra á orði að Birkir væri sá eini af keppendunum sem hefði burði til að verða alþjóðleg stjarna eftir flutning hans í kvöld.

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by Idol på TV4!


Nýjast