Nespresso opnar verslun á Glerártorgi í nóvember

Nespresso mun opna nýja verslun á Glerártorgi í nóvember á þessu ári og er undirbúningur í fullum gangi. Fyrir eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, einnig býður Nespresso upp á netverslun og fyrirtækjaþjónusta sem fengið hefur frábærar viðtökur. Með opnun Nespresso verslunar á Akureyri er hægt að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki á norðurlandi og bæta aðgengi enn betur. Formlegur opnunardagur verður auglýstur síðar en horft er til fyrri hluta nóvember.

 


Athugasemdir

Nýjast