Samið við Nesbræður

Fjögur tilboð bárust í verkið Göngustígur og lagnir á Svalbarðsströnd. Lagnir fyrir heitt og kalt vatn úr Vaðlaheiðagöngum verða lagðar undir stíginn. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæplega 173 milljónir króna.

Lægst tilboð var frá Nesbræðrum og var það tæplega 83% af kostnaðaráætlun. Hafnarfeðgar buðu rúmlega 83% af áætluðum kostnaði. Finnur ehf. lagði fram tilboð í verkið sem var nákvæmlega 100% af kostnaðaráætlun og fjórða boðið og það hæsta var frá Árna Helgasyni ehf. sem bauð 109% af áætluðum kostnaði.  Samið hefur verið við Nesbræður um verkefnið en því á að ljúka um næstu áramót.


Athugasemdir

Nýjast