Fréttir

Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Kostnaður sveitarfélaganna við nýtt hjúkrunarheimili verður 900 milljónir

Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi B-lista í byggðarráði Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hann fagni þessum framkvæmdum enda hafi nauðsyn þeirra legið fyrir lengi. Hann setur þó spurningarmerki við þann gríðarlega kostnaðarauka sem birtist í nýrri kostnaðaráætlun sem kynnt var á síðasta fundi ráðsins. Þar kemur fram að í nóvember 2018 var kostnaðarskipting framkvæmdanna 85% á vegum ríkisins og 15% sveitarfélaganna. Þá var gert ráð fyrir því að hlutur sveitarfélaganna fjögurra sem að hjúkrunarheimilinu standa yrði 330 milljónir.
Lesa meira

Rektor HA segir sóttvörnum fylgt og áhættan sé í lágmarki

Lesa meira

Stúdentar við HA óánægðir með að þurfa að mæta í skólann í lokapróf

Lesa meira

Fer til Egilsstaða til að slaka á

Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára. Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

49 í einangrun á Norðurlandi eystra-Fækkar um átta á milli daga

Ellefu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þar af voru níu í sóttkví.
Lesa meira

Hríseyjarviti 100 ára

Lesa meira

Félag eldri borgara á Akureyri

Lesa meira

Reiðhjólakappinn

Lesa meira

Jöfnun eldsneytiskostnaðar í fjórða sinn

Lesa meira

Fækkar áfram í einangrun

Lesa meira

Rýmisgreind kvenna

Lesa meira

Akureyrarkirkja 80 ára í dag

Lesa meira

Veruleg fækkun í einangrun á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Viðtal: Þakklát fyrir að geta hjálpað svo mörgum

Júlía Margrét Birgisdóttir er einstæð þriggja barna móðir á Húsavík sem nýlega stofnaði Facebook síðu fyrir sjónrænt skipulag sem hefur sprungið út og telur í dag um 4500 fylgjendur. Júlía á tvo syni og eina dóttur en synir hennar eru báðir geindir með einhverfu. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við hana á dögunum um áfallið við að komast að því að drengirnir væru með einhverfu og verkefni hennar að temja þeim sjálfstæði í daglegum athöfnum. Júlíu er ágætlega lýst sem hlýrri og líflegri ungri konu sem er svolítið eins fiðrildi með sitt leikandi augnaráð, litríka persónuleika og bros sem minnir á sumarið. Hún starfar á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík og er í sérkennsluteymi leikskólans. Reynsla hennar og þekking á sjónrænu skipulagi nýtist henni afar vel í starfinu og nú eru um 4500 landsmenn sem nota ráð hennar á Facebook-síðunni sem hún stofnaði í fyrstu bylgju Kófsins. „Ég var að „trilla“ í leikskólanum. Ég mátti ekki fara inn á deildir og sá um að labba með matarvagna að deildum, sótthreinsa alla snertifleti og sjá til þess að duglega starfsfólkið fengi kaffisopa. Ef eitthvað vantaði þá redduðu trillur því. Inn á milli var ég með aðstöðu í salnum til að sinna verkefnum tengd jákvæðum aga og margt fleira. Einn daginn var ég að gera hugmynd að sjónrænu skipulagi og fannst það geta hjálpað mörgum og byrjaði á því að setja skipulagið inn á like-síðu leikskólans,“ útskýrir Júlía og bætir við að hún hafi strax fundið fyrir miklu þakklæti frá foreldrum.
Lesa meira

Valkvæðar aðgerðir hefjast á ný

Lesa meira

Stefna á opnun Hlíðarfjalls um miðjan desember

Lesa meira

Viðgerðir við Sundlaug Húsavíkur

Eins og kunnugt er hefur öllum sundstöðum á landinu verið lokað vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda og er Sundlaugin á Húsavík þar engin undantekning. Tíminn hefur verið nýttur til þarfra verka en viðgerði á snjóbræðslulögnum við inngang sundlaugarinnar stendur nú yfir. Lögnin var einfaldlega ónýt, með tilheyrandi slysahættu eins og í ljós kom síðasta vetur. Lagnirnar voru einfaldlega stíflaðar þannig að það var aðeins eitt í stöðunni en það var að setja niður nýja hitalögn. Þá þarf maður einfaldlega að stroka út það sem er á blaðinu og byrja upp á nýtt,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta og tómstundafulltrúi Norðurþings í samtali við Vikublaðið.
Lesa meira

Algjört lykilatriði að vera vel hvíldur og nærður

Tjörnesingurinn Heiðar Hrafn Halldórsson hefur verið áberandi í hlaupasenu Húsavíkur um all nokkurt skeið en hann er ein af aðalsprautunum í Hlaupahópnum Skokka þar í bæ en hann byrjaði að æfa hlaup árið 2009. Hann hefur líka farið fyrir almenningsíþróttadeild Völsungs og haldið fjölda fyrirlestra um hlaup og heilbrigðan lífsstíl. Þá var hann valinn íþróttamaður Völsungs árið 2019. Almenningsíþróttir hafa spilað lykilhlutverk við að bæta geðheilsu bæjarbúa í Covid-19 faraldrinum og því við hæfi að Heiðar Hrafn sé íþróttamaður Vikunnar. Heiðar Hrafn segir að hlauðasportið hafi óvart orðið fyrir valinu. „Fann mig aldrei til fullnustu í hópíþróttum á unglingsaldri og þurfti svo í kjölfarið eitthvað nýtt inn í líf mitt til þess að halda grunnþreki. Kunni strax vel hlaupasportið þar sem árangur og ástundun er algjörlega undir manni sjálfum komið. Útiveran gaf ósvikna vellíðan og maður fór að upplifa umhverfið í kringum sig á annan hátt.“
Lesa meira

Húsavík öl keppir á alþjóðlegri bjórhátíð

Þorsteinn Snævar Benediktsson bruggmeistari og eigandi Húsavík öl hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að honum hafi verið gert að loka gestastofu sinni vegna samkomutakmarkana sem nú eru í gildi. Húsavík öl hefur verið valin til að keppa fyrir hönd BrewDog Reykjavík á stórri bjórhátíð sem fer fram um allan heim síðar í þessum mánuði. Einhver áhrif hlýtur kófið samt að hafa haft á starfsemina? „Ég hef alveg hægt á en ég var í raun og veru það heppinn að ég hafði vit á því í júlí að fylla húsið af hráefnum, þannig að ég á allt til bjórgerðar. Við höfum svona verið að brugga bjóra sem ég hef alla jafna ekki tök á því að brugga mikið af.
Lesa meira

Fækkar um einn í einangrun á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Jarðstrengurinn

Lesa meira

Of kostnaðarsamt þykir að tengja strætóferðir við Akureyrarflugvöll

Ekki er gert ráð fyrir því að strætó gangi frá flugvellinum í nýju leiðarkerfi strætó hjá Akureyrarbæ.
Lesa meira

Fækkar um tvo í einangrun á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Mugison er föstudagsgestur Þekkingarnets Þingeyinga

Þekkingarnet Þingeyinga hefur brugðið á það ráð að bjóða íbúum svæðisins og landsmönnum öllum upp á lifandi streymi listafólks á föstudagsmorgnum á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi til þess að létta fólki lund á þessum undarlegu tímum.
Lesa meira

Akureyringar ánægðir með nýtt fyrirkomulag í bæjarstjórn

Lesa meira