Fréttir
16.02.2021
Óli Halldórsson mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum í haust. Óli sigraði í rafrænu forvali flokksins sem fram fór 13.-15. febrúar með 304 atkvæði í 1. sæti.
Lesa meira
Fréttir
13.02.2021
Mér verður reglulega hugsað til uppvaxtaráranna, en í minningunni var lífið töluvert einfaldara þá. Kannski er það ímyndun, kannski ekki. Það eina sem ég veit er að þá voru engir gemsar, tölvur eða snjalltæki. Það voru jú útvörp, segulbönd og plötuspilarar, sjónvörp og síðan komu videotækin. Ég man eftir okkur vinkonunum sitjandi við stórt segulbandstæki við upptökur á okkar eigin spjallþætti, sem fór svo á spólur, en fáir voru hlustendurnir. Kannski það hafi verið podcast okkar tíma?
Lesa meira
Fréttir
13.02.2021
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er fyrrum formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri til tíu ára og starfaði einnig í verslun, banka og hjá ýmsum félagasamtökum á sínum starfsferli. Úlfhildur var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn í þrjú kjörtímabil frá 1982-1994 og starfaði í ýmsum nefndum. Nokkur ár eru síðan hún fór á eftirlaun og hefur hún m.a. starfað með Félagi eldri borgara á Akureyri eftir að starfsferlinum lauk. Úlfhildur er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Fréttir
12.02.2021
Hjólreiðamenning á Húsavík hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og hefur óformlegt hjólreiðafélag verið starfrækt í bænum undan farin ár. Fyrir skemmstu var fyrsti formlegi aðalfundur félagsins haldinn og kosinn var formaður, Aðalgeir Sævar Óskarsson.
Lesa meira
Fréttir
10.02.2021
Vikublaðið mun eingöngu koma út á rafrænni útgáfu þessa vikuna
Lesa meira
Fréttir
10.02.2021
Húsavíkurkirkja hefur löngum verið helsta prýði og kennileiti Húsavíkur enda varla hægt að ýkja fegurð þessa fornfræga húss sem var hannað af Rögnvaldi Ólafssyni arkítekt.
Ferðamenn hafa í áranna rás laðast að kirkjunni sem er án efa vinsælasta myndefni bæjarins síðustu áratugi. Kirkjan var vígð árið 1907 og er nú nýlokið við að mála hana að utan. Þá komu í ljós talsverðar skemmdir og fúi eins og Atli Vigfússon á Laxamýri skrifaði um í Morgunblaðinu í vikunni.
Lesa meira
Fréttir
09.02.2021
Veitingastaðurinn Eyrin Restaurant hefur verið lokað, í tilkynningu sem rekstraraðilar sendu frá sér í dag kemur fram ástæða lokunarinnar sé það rekstrarumhverfi sem Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Það eru hjónin Guðmundur Ragnar Sverrisson og Aðalheiður Hannesdóttir sem ráku staðinn.
Lesa meira