Fréttir

Ævintýri og lífsreynsla í Svíþjóð

Sunna Björgvinsdóttir var nýverið valin íshokkíkona ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Sunna lék með Skautafélagi Akureyrar um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby með góðum árangri. Sunna var valin í landslið Íslands sem tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið var á Akureyri í febrúar 2020. Þar var Sunna ein af lykilkonum liðsins og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Landslið Íslands lenti í öðru sæti á mótinu og fékk silfurverðlaun. „Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans,“ segir í umsögn um Sunnu á vef Íshokkísambandsins. Sunna er Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.
Lesa meira

Eining-Iðja fær hæstu einkunn í nýrri Gallup-könnun

Lesa meira

Atvinnuleysi eykst lítillega

Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 10,6% í nóvember en var 9,9% í október samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sem er minni aukning en spár gerðu ráð fyrir. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Á Norðurlandi eystra er atvinnuleysi komið upp í 7,7% en var 6,8% í lok október.
Lesa meira

Hvers vegna?

Lesa meira

Stefnt að framkvæmdum næsta sumar

Þórhallur Jónsson segir að horft sé til þess að hefja uppbyggingu í norðri; á BSO-reitnum og Hofsbótar-reitnum.
Lesa meira

Fjölmiðlamaður í 30 ár

Karl Eskil Pálsson nær þeim áfanga um áramótin að hafa starfað í þrjátíu ár við fjölmiðlun, allaf með aðsetur á Akureyri og þá með fréttir af landsbyggðunum sem sérgrein. Fyrstu tuttugu árin starfaði hann á fréttastofu Ríkisútvarpsins með aðsetur á Akureyri. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað á sjónvarpsstöðinni N4 en áður var hann sjálfstæður fjölmiðlamaður og ritstjóri Vikudags. Vikublaðið settist í vikunni niður með Karli og gerði upp þessa þrjá áratugi.
Lesa meira

Stefnt að framkvæmdum við nýjan hjóla-og göngustíg árið 2022

Nýr hjólreiða- og göngustígur er á teikniborðinu hjá Svalbarðsstrandarhreppi.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag en blaðið er það síðasta á þessu ári
Lesa meira

Áramótabrennum aflýst á Akureyri

Lesa meira

KEA styrkir Jólaaðstoðina í Eyjafirði

Lesa meira

Opna podcast stúdíó á Akureyri

Sérstakt stúdíó fyrir hlaðvarpsþætti (e.podcast) mun opna Akureyri í desember .
Lesa meira

Kveður stolt eftir 13 ára landsliðsferil

Akureyrska knatt­spyrnu­kon­an Rakel Hönnu­dótt­ir hef­ur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hill­una eftir að hafa spilað með landsliðinu í 13 ár. Hún er þó hvergi nærri hætt í boltanum. Rakel verður 32 árs göm­ul núna í desember og á að baki 103 A-lands­leiki og skorað í þeim níu mörk. Hún lék sinn fyrsta A-lands­leik árið 2008. Hún spilar með Breiðabliki í úr­vals­deild kvenna en hef­ur einnig leikið með upp­eld­is­fé­lagi sínu Þór/​KA, Brönd­by, Lim­hamn Bun­keflo og Rea­ding á ferl­in­um. Rakel Hönnudóttir er Íþróttamaður vikunnar og situr fyrir svörum...
Lesa meira

Tímabundinn samningur um rekstur ÖA

Lesa meira

Fæðisgjald í grunnskólum Akureyrar hækkar um 7% um áramótin

Lesa meira

Hjólreiðafólk ársins á Akureyri

Lesa meira

Mitt minni

Lesa meira

Bæjarfélagið leggi metnað sinn við þjónustu atvinnulífsins

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti nýlega að hefja undirbúning að nýrri atvinnustefnu sem tekur gildi árið 2022
Lesa meira

Áhersla lögð á jólaskreytingar á Akureyri

Lesa meira

Tónleikar til heiðurs byltingartónskáldinu

Lesa meira

Gott þegar vel gengur

Lesa meira

Gaf björgunarsveitinni Garðari færanlega rafmagnstöflu

Guðmundur Vilhjálmsson eigandi Garðvíkur ehf. á Húsavík kom færandi hendi rétt í þessu þegar hann afhenti björgunarsveitinni Garðari á Húsavík færanlega rafmagnstöflu að gjöf. Áður hafði hann fært björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn samskonar gjöf.
Lesa meira

Lausnamiðað jólahald á Húsavík

Nú þegar landsmenn eru í óða önn við að undirbúa jólahaldið í skugga kófsins skoðar Vikublaðið ýmis áhrif af samkomutakmörkunum á jólahald Þingeyinga. Ljóst er að sveitarfélagið Norðurþing hefur aflýst viðburðum sem alla jafna fara fram um jól og áramót. Veitingastaðir verða fyrir gríðarlegu tekjutapi þar sem engin jólahlaðborð geta farið fram og sömuleiðis var útlitið dökkt fyrir hangikjötsframleiðslu hjá Norðlenska á Húsavík í fjarveru jólahlaðborðanna.
Lesa meira

„Skapandi að leika sér í eldhúsinu“

„Ég elska mat og að borða. Það er skapandi að leika sér í eldhúsinu, helst í annarra manna húsum. Það er sömuleiðis meira gefandi að fara ekki eftir uppskrift heldur skapa sama réttinn þannig að útkoman verði sem fjölbreyttust. Sumt hefur þó meira vægi en annað; íslenska lambið eða grafa ólíkar tegundir af kjöti eða fiski,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, sveitarstjórnarmaður og kennari á Húsavík, sem er matgæðingur vikunnar en hann reiðir hér fram dásamlega þjóðlega máltíð.
Lesa meira

„Á jólunum eru allir börn“

Hjónin Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir hafa rekið Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit í hartnær aldarfjórðung með aðstoð barna sinna. Því er sannarlega um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Líkt og hjá öðrum hefur aðdragandi jóla verið öðruvísi en áður hjá þeim hjónum sem láta þó engan bilbug á sér finna; jólin koma hvað sem öllu líður. Vikublaðið setti sig í samband við jólahjónin og spjallaði við þau um Jólagarðinn og jólin. „Við erum að upplagi með notalega tengingu við jólin og bæði þeirrar gæfu aðnjótandi að bernskujólunum fylgdu engin óveðursský,“ segja þau þegar ég spyr hvort þau hjónin séu í jólaskapi allt árið um kring. „Okkar fyrstu kynni voru í aðdraganda jóla, margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma og því sennilega frá því fyrsta dálítil jólabörn. Þannig að þegar þessi hátíð ljóss og friðar náði alveg undirtökum í okkar lífi vorum við meira en til í það. Það var auðvelt að kveikja á jólaskapinu og fyrstu tíu árin a.m.k. vakti minnsta lykt af greni og hangikjöti tilfinninguna á örskotsstund.“
Lesa meira

Umsátursástand skapaðist á Akureyri

Tveir lögreglumenn frá Sérsveit Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglumönnum á Akureyri voru með viðbúnað við fjölbýlishús í Ásatúni á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um að ræða veikan einstakling sem hafði haft í hótunum.
Lesa meira

Svört atvinnustarfsemi verður ekki liðin

Lesa meira

Ekkert skíðað í Hlíðarfjalli fyrir áramót

Lesa meira