Fréttir

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Stóri plokkdagurinn á laugardaginn

Lesa meira

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Lesa meira

Benedikt búálfur á Spotify

Lesa meira

Tæplega 70 þátttakendur á lausnamóti: Hacking Norðurland

Lausnamótið Hacking Norðurland fór fram dagana 15.-18. apríl þar sem unnið var með sjálfbæra nýtingu auðlinda Norðurlands út frá orku, vatni og mat.
Lesa meira

Þungur rekstur Akureyrarbæjar

Lesa meira

Vestfirskur plokkfiskur og eldbökuð föstudags pizza

„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.
Lesa meira

Gríðarleg tækifæri í nýtingu glatvarma

Fólksfjölgun á Norðurlandi eystra er undir landsmeðaltali. Vikublaðið ræddi við Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og spurði út í hvaða tækifæri hann sjái til að snúa þeirri þróun við.
Lesa meira

Engin smit á Grænuvöllum á Húsavík

Greint var frá því fyrr í dag að leikskólinn Grænuvellir Á Húsavík hafi lokað einni deild vegna hugsanlegs Covid-19 smits. Það var gert sem varúðarráðstöfun vegna þess að fólk sem var gestkomandi á heimili barns af deildinni í síðustu viku; greindist með veiruna um helgina.
Lesa meira

Eiríkur Björn leiðir Viðreisn í NA-kjördæmi

Lesa meira

„Við vinnum þetta“

Ekkert lát er á viðburðum á Húsavík í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fer í Hollywood 26. apríl. Rétt í þessu var rauður dregill á aðalgötu bæjarins formlega opnaður við hátíðlega athöfn.
Lesa meira

Segir íbúakosningu tilgangslausa og peningaaustur hjá Akureyrarbæ

Lesa meira

Loka deild á Grænuvöllum á Húsavík vegna hugsanlegs smits

Hugsanlega er komið upp Covid-19 smit í Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Einni deild hefur verið lokað þar til niðurstöður berast úr sýnatöku sem barn á deildinn fer í í dag. Rúv greindi frá þessu en fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina.
Lesa meira

Vorhreinsun að hefjast

Lesa meira

Ný skáldsaga að norðan

Lesa meira

Heimabær allra, Húsavík: Tökum er lokið

ökum er nú lokið á myndbandi við lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Atriðið var tekið upp á Húsavíkurhöfn. Myndbandið verður flutt á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í Hollywood 26. apríl og verður sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira

Á golfvellinum frá unglingsaldri

Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

PCC á Bakka: Annar ofninn ræstur eftir helgi

Undirbúningur fyrir endurgangsetningu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík er nú á lokametrunum og stefnt er að því að hefja uppkeyrslu eins ofnsins á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem PCC sendi frá sér fyrir stundu.
Lesa meira

Húsavík í sviðsljósinu á ný: Heimabær allra í heimi

Húsavík er á ný orðinn kvikmyndabær og fór að taka á sig mynd sem slíkur nú í morgunsárið. Eins og Vikublaðið greindi frá í gær verður söngatriði í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga, tekið upp á höfninni á Húsavík í dag og kvöld. Atriðið verður síðan flutt á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fer aðfararnótt 26. apríl að íslenskum tíma; í Hollywood og sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira

Kjalveg þarf að leggja

Lesa meira

Húsvískur stúlknakór syngur á Óskarsverðlaunahátíðinni

Kvikmyndafyrirtækið True North er mætt til Húsavíkur til að taka upp myndband af flutningi Molly Sandén á laginu Husa­vik – My Home Town úr kvikmyndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga sem tilnefnt er til Óskarsverðlauna
Lesa meira

Rauði dregillinn kominn á malbikið

Um hádegisbil í dag mættu vaskir menn á vegum þjónustumiðstöðvar Norðurþings með málningu og rúllur
Lesa meira

Hvernig Ísland breytti heiminum

Egill Bjarnason blaðamaður sem er búsettur á Húsavík gefur út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir Associated Press, The New York Times, National Geographic og fleiri erlenda miðla.
Lesa meira

Einræða eða samræða

Lesa meira

Rafskútaleiga opnuð á Akureyri

Lesa meira

Ókeypis bílastæði í miðbæ Akureyrar heyra brátt sögunni til

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars.
Lesa meira

Opið bréf til skipulagsráðs, bæjarstjórnar og bæjarbúa

Lesa meira