Stórveldaslagur í KA-heimilinu

Martha Hermannsdóttir. Mynd: Þórir Tryggva/ka.is
Martha Hermannsdóttir. Mynd: Þórir Tryggva/ka.is

Það er dúkað fyrir stórslag í Olísdeild kvenna í handbolta í KA-heimilinu þegar KA/Þór tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik klukkan 16:00 á morgun, laugardag. Á heimasíðu KA/Þórs segir að stelpurnar séu staðráðnar í að sækja tvö dýrmæt stig en á stuðningi áhorfenda að halda

Fram er á toppi deildarinnar fyrir leikinn en Akureyrarliðið getur með sigri komið sér nær Safamýrarliðinu auk þess sem að KA/Þór á leik til góða. 

200 áhorfendur eru leyfðir gegn framvísun neikvæðs hraðprófs.  


Athugasemdir

Nýjast