Norðurstöð HSN verður í Sunnuhlíð

Heilsugæslustöð í norðurhluta Akureyrar verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Starfsemin…
Heilsugæslustöð í norðurhluta Akureyrar verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Starfsemin verður á annarri hæð og byggt verður við núverandi húsnæði til norðurs. Mynd/Margrét Þóra

Heilsugæslustöð í norðurhluta Akureyrar verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir mat tilboð frá eiganda húsnæðisins, Reginn fasteignafélag það hagstæðasta af þeim 8 tilboðum sem bárust í húsnæði fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands og var ákveðið að taka því.

„Okkur líst mjög vel á þetta,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segir að um sé að ræða alla aðra hæð húsnæðisins auk þess sem byggt yrði til norðurs við það húsnæði sem fyrir. HSN verður í um það bil 1700 fermetra húsnæði í Sunnuhlíð.

Jón Helgi segir að samningar hafi ekki verið undirritaðir, gerð þeirra séu í vinnuferli, en þegar búið sé að skrifa undir hefjist framkvæmdir við endurbætur. „Við höfum séð að þar sem unnið hefur verið að endurbótum á eldra húsnæði fyrir ríkið hafa þær heppnast vel og höfum ekki ástæðu til að ætla annað en svo verði í okkar tilviki,“ segir hann.

Staðsetning miðsvæðis í Glerárhverfi er einnig kostur að mati Jóns Helga, ef til vill sé helsta áhyggjuefnið að hæg umferð sé á  stofnbrautum umhverfis Sunnuhlíð .Ný íbúðahverfi í Glerárhverfi fara að líta dagsins ljós og í þeim báðum sé greið leið að Sunnuhlíð.

Gert er ráð fyrir að Heilbrigðisstofnunin fái húsnæðið til umráða næsta sumar eða haust.

Sunnuhlíð


Athugasemdir

Nýjast