Fréttir
10.02.2021
Vikublaðið mun eingöngu koma út á rafrænni útgáfu þessa vikuna
Lesa meira
Fréttir
10.02.2021
Húsavíkurkirkja hefur löngum verið helsta prýði og kennileiti Húsavíkur enda varla hægt að ýkja fegurð þessa fornfræga húss sem var hannað af Rögnvaldi Ólafssyni arkítekt.
Ferðamenn hafa í áranna rás laðast að kirkjunni sem er án efa vinsælasta myndefni bæjarins síðustu áratugi. Kirkjan var vígð árið 1907 og er nú nýlokið við að mála hana að utan. Þá komu í ljós talsverðar skemmdir og fúi eins og Atli Vigfússon á Laxamýri skrifaði um í Morgunblaðinu í vikunni.
Lesa meira
Fréttir
09.02.2021
Veitingastaðurinn Eyrin Restaurant hefur verið lokað, í tilkynningu sem rekstraraðilar sendu frá sér í dag kemur fram ástæða lokunarinnar sé það rekstrarumhverfi sem Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Það eru hjónin Guðmundur Ragnar Sverrisson og Aðalheiður Hannesdóttir sem ráku staðinn.
Lesa meira
Fréttir
08.02.2021
Hefur ekki áhrif á starfsemi Útgáfufélagsins sem gefur m.a. út Dagskrána og Vikublaðið
Lesa meira
Fréttir
08.02.2021
Völsungur hafði sigur í miklum baráttuleik á heimavelli gegn HK. Gestirnir byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinu nokkuð örugglega og voru þar með komnar með forystu. En heimastúlkur voru ekki á því að láta slá sig út af laginu og unnu 2. og 3. hrinu og staðan orðin 2 - 1 í hrinum talið. Í fjórðu hrinu var jafnt á með liðunum lengst af en gestirnir voru sterkari undir lokin og unnu hrinuna.
Lesa meira
Fréttir
08.02.2021
Þekkingarnet Þingeyinga (ÞÞ) hefur undanfarið unnið að málum sem snúa að samstarfi stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim undir eitt þak.
Lesa meira
Fréttir
07.02.2021
Guðmundi Vilhjálmssyni er margt til lista lagt en hann á og rekur Garðvík ehf. á Húsavík. Samkvæmt síðasta matgæðingi er Guðmundur matmaður mikill og því vel við hæfi að hann taki við keflinu. „Sá matur sem mér þykir bestur sem hátíðarmatur er reyktur kjúklingur. Móðir mín tjáði mér þegar hún dvaldi langdvölum í Reykjavík með veika systur mína, þá hafi hún farið með Margréti móðursystur sinni á Hótel Holt og þær fengið þennan dýrindisrétt. Margrét móðursystir mömmu var gift Gísla Guðmundssyni alþingismanni og var mikið samband á milli heimilanna,“ segir Guðmundur sem er matgæðingur vikunnar, við gefum honum orðið.
Lesa meira
Fréttir
06.02.2021
Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA var valinn íþróttakarl Akureyrar árið 2020 á dögunum en kjörinu var lýst á verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og frístundaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi. Viktor á langan afreksferil að baki og er þetta í fimmta skipti sem hann er kjörinn íþróttakarl Akureyrar. „Þetta er alltaf jafn gaman og mikill heiður. Það kemur mér alltaf á óvart þegar ég er valinn,“ segir Viktor. Spurður um hver sé lykillinn að þessum góða árangri segir Viktor ekki hafa greið svör. „Ég veit það eiginlega ekki satt að segja. Ég hef aldrei búist við því að hljóta þessa nafnsbót nema í eitt skipti kannski. Ég einbeiti mér bara að mínu sporti og því sem ég er að gera, tek eitt mót í einu og fylgist mjög lítið með því hvað aðrir eru að gera.“
Lesa meira
Fréttir
05.02.2021
Gert var ráð fyrir lokaúrskurði Samkeppniseftirlitsins þann 19. febrúar nk. en að sögn Ágústs Torfa Haukssonar, framkvæmdastóra Norðlenska gæti það dregist eitthvað.
Lesa meira
Fréttir
05.02.2021
Ekkert gefið upp um hver endanlegur kostnaður við nýju lyftuna verður.
Lesa meira
Fréttir
03.02.2021
Vegna bilunar í dælubúnaði hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings tekið ákvörðun um að loka gervigrasvellinum á Húsavík tímabundið. „Ákvörðunin er tekin með það fyrir augum að hlífa vellinum og koma í veg fyrir skemmdir. Vegna áðurnefndar bilunar og mikils kulda er völlurinn ónothæfur og ekki óhætt fyrir völlinn né iðkendur að æfa þar sem stendur. Bilunin er þess eðlis að dæla í borholu bilaði og smíða þurfti nýja dælu sem er væntanleg til landsins í lok febrúar. Mögulega verður völlurinn opnaður fyrr ef hlýnar í veðri og klaki fer af vellinum,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson,
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í tilkynningu.
Lesa meira