Fréttir
10.05.2021
Með mold undir nöglunum er nýr liður í Vikublaðinu sem við ætlum að leyfa að þróast á komandi vikum. Hér verður fjallað um pottablóm til að byrja með en þegar nær dregur sumri er aldrei að vita nema við færum okkur út í garð og fjöllum um allt mögulegt sem vex upp úr jörðinni.
Sjálfur er ég alls enginn sérfræðingur en fékk brennandi áhuga á ræktun fyrir tveimur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði ég s.s. dýpt fingrum aðeins í mold og ræktað einfaldar matjurtir á svölunum. Síðasta sumar var heimili mitt undirlagt af tómata- og chillyplöntum en í dag er ástríða mín fyrst og fremst á stofu og pottablómum. Hér mun ég fjalla um helstu sigra og mistök sem ég hef gert í ræktuninni. En mikilvægt er að muna að mistökin eru til þess að læra af þeim.
Ég ríð á vaðið með þessari fallegu drekalilju (Dracaena marginata) á meðfylgjandi mynd sem ég fékk gefins frá vinkonu minni fyrir hálfu öðru ári síðan. Plantan var orðin heldur há fyrir vinkonu mína og ég tók við henni fegins hendi, enda hátt til lofts á mínu heimili. Plantan var þá tæpir tveir metrar á hæð.
Lesa meira
Fréttir
09.05.2021
Margrét Sverrisdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir samkomutakmarkanir undanfarna 14 mánuði. Hún hefur verið að skrifa handrit að barnaefni fyrir Þjóðkirkjuna í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Margréti á dögunum um helstu verkefni síðustu missera og það sem fram undan er.
Margrét hefur starfað við leikhús og sjónvarp um árabil en hún útskrifaðist með BA gráðu (Hons) í leiklist frá Arts Ed í London árið 2003. Hún varð þjóðþekkt þegar hún tók við umsjón Stundarinnar okkar ásamt eigin manni sínum Oddi Bjarna Þorkelssyni árið 2011. Þau voru valin úr hópi hundruða umsækjenda og stýrðu þættinum til 2013, skrifuðu saman og hún lék.
Lesa meira
Fréttir
08.05.2021
Árni F. Sigurðsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þótt margir hjóli allt árið er sumarið óneitanlega tíminn fyrir hjólreiðarfólk. Árni og eiginkona hans eiga og reka sauðfjárbú og hestaleigu í Bárðardal auk þess sem hann starfar sem tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Árna sem er Norðlendingur vikunnar. „Frelsið, fyrst og fremst," segir Árni þegar spyr hann hvað sé svona heillandi við hjólreiðar. „Maður fer bara af stað og kemst næstum hvað sem er. Þetta er íþrótt sem er ólík mörgum öðrum, þar sem hjólreiðar eru líka samgöngutæki. Maður getur hjólað til og frá vinnu og oft náð æfingu dagsins á þeirri leið. Hjólreiðar er svo hægt að stunda bæði sem einstaklings- og hópíþrótt og hentar þannig bæði einförum og félagsverum...
Lesa meira
Fréttir
07.05.2021
Fyrir nokkrum vikum birti ég á þessum vettvangi álit þar sem ég lýsti því hve gríðarlegt hagsmunamál nýr Kjalvegur væri fyrir Norðlendinga. Sú skoðun kemur einnig fram í tillögu sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi um endurnýjun vegar yfir Kjöl með það að markmiði að halda honum opnum stóran hluta árs. Vísa ég þar til veigamikilla öryggis-, byggða- og umhverfissjónarmiða.
Lesa meira
Fréttir
06.05.2021
Á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór fyrir skemmstu var farið yfir ársreikning félagsins fyrir 2020 og var hann samþykktur. Bergur Elías Ágústsson varaformaður stjórnar lét þó bóka fyrirvara við undirskrift sína.
Lesa meira
Fréttir
03.05.2021
Árið 2021 nálgast metárin fyrir efnhagshrunið og árið 2017 þegar framkvæmdir í Hagahverfi hófust
Lesa meira
Fréttir
02.05.2021
Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið. „Ég er Akureyringur í húð og hár að verða 30 ára gamall. Ég starfa sem rarfvirki á Akureyri og rek fyrirtæki sem heitir Íslenskir rafverktakar. Ég þakka Gylfa kærlega fyrir áskorunina, ég er þó ekki mikið í eldhúsinu sjálfur en það vill svo heppilega til að ég grilla allan ársins hring og er töluvert í skotveiði. Svona þar sem það er að koma sumar þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af Dry Age Rib Eye og smjörsteiktum aspas. Fyrir haustið fylgir síðan einnig uppskrift af gröfnum gæsabringum,“ segir Reynir...
Lesa meira
Fréttir
01.05.2021
Þann 1. maí ber verkafólk um heim allan fram kröfur um aukin jöfnuð og jafnrétti um leið og mótmælt er þeirri miklu misskiptingu sem þrífst víða um heim. Horfir jafnframt um öxl og minnist þeirra sigra sem áunnist hafa, en það sem mestu máli skiptir er að líta til framtíðar. Saga verkalýðsbaráttunnar er orðin löng, en sagt er að hún hafi þróast samhliða fyrstu iðnbyltingunni á síðari hluta átjándu aldar og verið andsvar verkalýðsins við verksmiðjuþrælkun og uppgangi kapítalisma í Evrópu. Fyrstu stéttarfélögin voru stofnuð af iðnaðarmönnum á Bretlandi er verkafólk var án nokkurra réttinda á vinnumarkaði og algjörlega háð framboði á markaði og eftirspurn atvinnurekenda. Hugmyndin um starfsemi stéttarfélaga féll í grýttan jarðveg hjá atvinnurekendum, enda braut hún í bága við grundvallarkenningar frjálsrar samkeppni og stóð í vegi fyrir frjálsri verðmyndun. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar þróaðist síðan sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um heim allan og hafa aðgerðir hreyfingarinnar frá fyrstu tíð haft mikið að segja um þróun og mótun samfélaga.
Lesa meira