Yfir 50 þúsund greind frá því stofan var sett upp

Mikið hefur verið að gera hjá lífeindafræðingum sem starfa á veirurannsóknarstofu Sjúkrahúsins á Aku…
Mikið hefur verið að gera hjá lífeindafræðingum sem starfa á veirurannsóknarstofu Sjúkrahúsins á Akureyri undanfarið og mörg hundruð sýni fyrir kórónuveirunni skimuð . Þegar hafa um 8000 sýni verið skimuð það sem af er janúarmánuði og hafa ekki verið fleiri frá því starfsemin hófst í desember árið 2020. Fyrra met er frá því í júlí í fyrra, um 7.500 sýni. Hópurinn sem starfar á veirurannsóknardeild SAk, frá vinstri eru Björg, Sóldís, Una, Jóna, Inga Stella, Heiðdís, sem er nemi, Eygló og Katja. Mynd: Aðsend

„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur það sem af er árinu og stórir dagar núna í þessari viku. Það sem af er janúar höfum við skimað nær 8000 sýni og hafa þau aldrei verið fleiri, “ segir Inga Stella Pétursdóttir forstöðulífeindafræðingur á Veirurannsóknarstofu Sjúkrahússins á Akureyri en á þeirri er deild unnið við að greina SARSCoV 2 veiruna, kórónuveiruna alræmdu. Sem dæmi má nefna að á sunnudag sl. voru um skimuð um 630 sýni og á mánudag voru þau 745 talsins.Stofan hefur verið starfandi í rúmt ár, hún hóf starfsemi í lok árs 2020 og hafa á þeim tíma verið greind um 50 þúsund sýni. Alls greindust 1.120 jákvæð sýni í greiningum stofunnar árið 2021 og þann hluta árs 2020 sem hún hefur verið starfandi.  

Ingastella

Inga Stella segir að veirurannsóknarstofan sinni stóru svæði, einkum Eyjafjarðarsvæðinu en auk þess er reglulega skimað frá Blönduósi að vestan og austur á Vopnafjörð. Nú fyrr í janúar hljóp stofan undir bagga þegar flug frá Egilsstöðum lá niðri dögum saman, en gripið var til þess ráðs að aka með sýni til Akureyrar. „Það var mikil ánægja með það fyrir austan,“ segir hún.

Bróðurpartur vinnudagsins fór í að pakka sýnum til flutnings

Embætti landlæknis gefur út starfsleyfi til þeirra sem sjá um að greina kórónuveiruna, sækja þarf um og fá samþykki. Í fyrstu bylgju faraldursins voru öll sýni af norðanverðu landinu send til greiningar suður til Reykjavíkur. Eins og gengur á fyrstu mánuðum ársins fóru samgöngur iðulega úr skorðum, á stundum ófært bæði með flugi og landleiðina og hrönnuðust þá ógreind sýni upp. „Okkur þótti þetta alveg ómögulegt ástand. Sýnatökum fjölgaði eftir því sem á leið og við gerðum varla annað en pakka sýnum til flutnings. Þegar bróðurpartur dagsins var farin að snúast um að pakka sýnum þótti okkur nóg komið og viðruðum þá hugmynd um að fá þessa starfsemi norður, enda er Sjúkrahúsið á Akureyri varasjúkrahús Landspítalans,“ segir Inga Stella.

Erindi var sent inn um mánaðamót maí og júní og barst jákvætt svar þegar nokkrir dagar voru liðnir af júlímánuði. „Þá tók við að velja tækjabúnað og síðan tekur við löng bið eftir honum, því eftirspurn á heimsvísu eftir þessum tækjum er gríðarmikil,“ segir Inga Stella. „Við fengum upplýsingar í gegnum Ingibjörgu Isaksen um tæki í Danmörku sem einangra erfðaefni og eru mikið notuð þar í landi sem og Grænlandi og Færeyjum. Við fórum að skoða þau betur, hver reynslan væri af þeim og leituðum m.a. upplýsinga hjá sýkla- og veirufræðingum á Landspítala sem leist mjög vel á. Úr varð að við pöntuðum í upphafi eitt slíkt tæki auk þess við fengum annað frá  Roche í Bretlandi.

Inga Stella segir að einnig hafi verið pöntuð PCR tæki, sambærileg þeim sem notuð eru á Landspítala. Tveir lífeindafræðingar af deildinni auk yfirlæknis, Ólafar Sigurðardóttur héldu í þjálfunarbúðir suður yfir heiðar í nóvember árið 2020 og þá var einnig hafist handa við að koma upp sérrými á sjúkrahúsinu fyrir skimunina. Slík rými eru útbúin á sérstakan hátt eftir lífverndarstuðli 2 og aðstoð við þá uppsetningu fékkst frá veirudeild LSH. Eins fékkst góð aðstoð frá tveimur líffræðingum frá Háskólanum á Akureyri sem höfðu mikla reynslu af PCR-greiningarvinnu.  Allt var klárt og starfsemi hófst 11. desember 2020.

Greiningargetan tvöfölduð

Í fyrstu var starfsemin keyrð með einföldu setti af einangrunartækjum og PCR tæki, en Inga Stella segir að vorið 2021 hafi verið gefnar út spár um auknar komur ferðamanna til landsins.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast