Bílar fastir í snjó á lokaðri Öxnadalsheiði

Tilkynnt var um tvo bíla fasta í snjó á Öxnadalsheiði, þeir voru á leiðinni frá Reykjavík til Akurey…
Tilkynnt var um tvo bíla fasta í snjó á Öxnadalsheiði, þeir voru á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar. Mynd: Landsbjörg

Björgunarsveitir frá Akureyri og Varmahlíð voru rétt í þessu að ljúka útkalli á Öxnadalsheiði sem þær voru boðaðar í klukkan 14:15. Tilkynnt var um tvo bíla fasta í snjó, þeir voru á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar. Þar sem ekki var vitað nákvæmlega hvernig færðin var né nákvæm staðsetning bílanna, þá voru björgunarsveitir sendar úr báðum áttum. Þetta kemur fram í tilkyningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. 

Rétt um klukkutíma eftir að útkall barst kom björgunarsveitarfólk að bílunum efst í Bakkaselsbrekku. Með góðri samvinnu gekk vel að losa bílana og var ökumönnum þeirra boðin fylgd austur yfir heiðina. Þeir gátu þá haldið för sinni áfram og voru komni niður af heiðinni ásamt björgunarsveitabílum fyrir stuttu. Öxnadalsheiði hefur verið lokuð síðan 22:00 í gærkvöld.

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu:

Landsbjörg

 

Landsbjörg


Athugasemdir

Nýjast