Samferða í gegnum lífið

Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars skrifar um hin raunverulegu verðmæti í lífinu. Pistillinn birtist fyrst á baksíðu Vikublaðsins


 Samferða, öll við erum samferða.

Hvert sem liggur leið,

gatan mjó og breið,

torfær eða greið.

Með hverju árinu sem líður hef ég smám saman áttað mig betur og betur á því að einu raunverulegu verðmætin í þessu lífi felast í samferðafólkinu. Öllu því góða fólki sem er samferða manni í gegnum lífið, hvort sem það er fjölskylda eða vinir. 

Lífið yrði nefnilega svo miklu litlausara og erfiðara ef góðs samferðafólks nyti ekki við. Fólks sem er til staðar í ölduróti lífsins, hvort sem gatan er mjó eða breið, torfær eða greið. Þegar áföll eða veikindi ber að garði sést yfirleitt hverjir eru vinir í raun. Þau sem hafa samband, þau sem eru til staðar. 

En það er því líka ágætt að staldra við og spyrja sig: Fyrir hverja hef ég verið til staðar í gegnum tíðina? Get ég gert betur í þeim efnum? Því það þarf nefnilega ekki áföll til að láta vita sér og vera til staðar. Í von um að standa mig sendi ég stundum skilaboð til fólks sem mér þykir vænt, eða hringi jafnvel án erindis. Bara svona til að láta vita að ég sé þarna. Ég ætla að gera meira af því á þessu nýja ári og hvet þig til að gera það líka. Látum vita af okkur.

Siggi Gunnars


Athugasemdir

Nýjast